Ten Hag til leikmanna Man. Utd: Ekki fara í fýlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 09:31 Joshua Zirkzee kemur inn á sem varamaður í fyrsta leik Manchester United á tímabilinu sem var á móti Fulham. Zirkzee átti eftir að skora sigurmarkið í leiknum. Getty/Robbie Jay Barratt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað sína leikmenn við því að það sé mun meiri samkeppni í liðinu í vetur heldur en á síðasta tímabili. United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn