„Okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2024 22:38 Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur gegn KR. Heimamenn voru tveimur mörkum undir í hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu. Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var í skýjunum eftir leik. „Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
„Við hættum að vera hræddir og fórum að keyra á þá, fórum að pressa á þá og berjast. Það skiptir engu máli hvaða taktík er ef þú ert ekki að berjast og það breyttist,“ sagði Eiður Gauti ánægður með baráttuna í leiknum. KR-ingar voru töluvert betri í fyrri hálfleik og staðan var 0-2 í hálfleik. Að mati Eiðs missti HK einbeitinguna undir lok fyrri hálfleiks sem gerði það að verkum að KR skoraði. „Ég veit ekki hvort menn hafi misst einbeitinguna í lokin. Við vorum að tapa öllum seinni boltunum og vorum aumir. Sem betur fer gíruðum við okkur í hálfleik og hættum þessu rugli.“ Eiður Gauti fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk. Eiður fékk fullt af færum og var óheppinn að gera ekki þrennu. „Ég skal viðurkenna það að ég var alveg búinn á því. Planið var að ég myndi vera inn á í 5-10 mínútur í viðbót svo skorar maður og þá gírast maður upp og svo skoraði ég annað mark og þá var ekki möguleiki á að ég færi út af fyrr en í lokin.“ Aðspurður hvort að það hafi verið hvatning fyrir leikmenn HK að KR reyndi að fá dæmdan 0-3 sigur þar sem að markstöng var brotin og leiknum frestað þegar liðin áttu að mætast þann 8. ágúst. „Já okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli. Það var ógeðslega sætt og ég ætla ekki að tala meira um það.“ Faðir Eiðs er KR goðsögn Sæbjörn Guðmundsson og öll hans fjölskylda eru KR-ingar sem sendu skilaboð á hann fyrir leik. „Þetta var ógeðslega sætt. Ég fékk nokkur skilaboð frá fjölskyldunni fyrir leik að mér mætti ganga vel en áfram KR,“ sagði Eiður Gauti að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira