„Snýst um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2024 20:31 Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að fagna eftir leik kvöldsins þrátt fyrir að hans menn hafi klikkað á tveimur vítaspyrnum. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir það vera skrýtna tilfinningu að hafa unnið 5-0 stórsigur gegn Santa Coloma í forkeppni Sambandsdeildarinnar, en hugsa samt eftir leik að sigurinn hafi getað verið mun stærri. „Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira
„Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira