„Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2024 10:31 Arnar Gunnlaugsson með möppuna góðu. Hann verður á hliðarlínunni í kvöld. vísir/Diego Víkingar spila einn mikilvægasta leik í sögu félagsins í kvöld. Liðið er á leiðinni í einvígi sem gæti skilað félaginu mörg hundruð milljónum í kassann. Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira