Lífið

Í­trekað með tárin í augunum á leið í vinnuna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maren hvetur alla til að huga að eigin líðan.
Maren hvetur alla til að huga að eigin líðan.

Maren Brynja Kristinsdóttir segir mikilvægt að fólk þekki einkenni kulnunar og bregðist við áður en rauðu flöggin verði orðin of mörg. Maren varð sjálf orðin mjög lasin án þess að átta sig á því og lýsir því í Íslandi í dag hvernig einkennin voru farin að ágerast.

„Ítrekað er ég bara með tárin í augunum á leiðinni í vinnuna. Ég skildi ekki hvað var að gerast, hvað er þessi vökvi að leka hérna úr augunum á mér í leiðinni í vinnuna. Ég fékk líka svona flótta tilfinningu. Væri ekki æðislegt ef ég gæti bara haldið áfram að keyra? Bara keyrt framhjá og haldið áfram að hlusta á útvarpið og keyrt eitthvað annað.“

Maren segir einn daginn eitthvað hafa gefið sig. Hún hafi farið að háskæla á kaffistofunni í vinnunni. Þarna hafi hún verið orðin mjög lasin, ekki bara andlega heldur líkamlega.

Maren segist halda að kulnun sé einhver gerð af geðveiki og að það sé í lagi að viðurkenna það. Hún fór í veikindaleyfi í kjölfarið. Maren fór á námskeið sem kallast Sigrum streituna og hún ráðleggur fólki að leita til félagsins Virk ef það þekkir einkenni kulnunar, þarf hjálp en hún segir mikilvægt að bregðast við áður en flöggin verða orðin of mörg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×