Segir fitubúninginn hafa bjargað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 07:36 Í leikritinu Player Kings klæðist McKellen fitubúningi, sem hann segir hafa bjargað sér þegar hann féll af sviði í júní. Getty/Hoda Davaine Breski stórleikarinn Ian McKellen segir að fitubúningur, sem hann klæddist til að leika Shakespeare-persónuna Falstaff, hafi bjargað honum þegar hann datt af leiksviði í Lundúnum í júní. Áverkarnir hefðu verið mun verri hefði hann ekki klæðst búningnum. Þetta sagði McKellen í viðtali við tímaritið Saga magazine. Hann segist enn vera að jafna sig á áverkunum - hann er enn með handlegginn í fatla og stoðkraga um hálsinn. McKellen var á sviði fyrir sýninguna Player Kings - nýtt leikrit sem sameinar leikritin fyrsta og annan hluta Hinriks IV - í leikhúsinu Noel Coward í Lundúnum þegar hann hrasaði og datt. Í verkinu leikur hann Falstaff, eins og áður segir, sem er persóna sem kemur fyrir í nokkrum leikritum Shakespeare og er eitt helsta einkenni hans íturvöxtur. Þegar fréttir bárust af fallinu var greint frá því að McKellen hafi meitt sig illa í fallinu og hrópað upp fyrir sig af sársauka. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í snarhasti og leikritinu frestað um tíma. „Ég hef endurupplifað fallið ég veit ekki hversu oft. Þetta var hræðilegt. Þetta gerðist í bardagasenu. Ég festi fótinn minn í stól og þegar ég reyndi að hrista hann af mér rann ég á dagblaði, sem hafði verið dreift um sviðið. Þetta var eins og ég væri á hjólabretti,“ segir McKellen í samtali við Saga. „Því meira sem ég reyndi að losa mig við dagblaðið því hraðar datt ég niður af sviðinu og í kjöltuna á einhverjum á fremsta bekk. Ég fór að kalla „hjálpið mér!“ og svo „fyrirgefið mér! Ég geri ekki svona!“ Þetta var rosalegt. Mér leið eins og þetta væru endalokin á einhverju. Ég var í miklu uppnámi.“ McKellen brákaði hryggjarlið og úlnlið og er enn að jafna sig. Hann segist í góðum höndum á meðan hann heldur sig heima og jafnar sig. Nágrannar hans og tvö, ung vinapör hafa undanfarnar vikur aðstoðað hann. „Ég þarf sífellt að sannfæra sjálfan mig um að ég sé ekki of gamall til að leika og að þetta hafi bara verið slys. Vinnan er leið fyrir mig til að... ekki neita því að ég sé að eldast heldur til að fá mig til að hugsa um eitthvað annað.“ Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15 Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45 Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Þetta sagði McKellen í viðtali við tímaritið Saga magazine. Hann segist enn vera að jafna sig á áverkunum - hann er enn með handlegginn í fatla og stoðkraga um hálsinn. McKellen var á sviði fyrir sýninguna Player Kings - nýtt leikrit sem sameinar leikritin fyrsta og annan hluta Hinriks IV - í leikhúsinu Noel Coward í Lundúnum þegar hann hrasaði og datt. Í verkinu leikur hann Falstaff, eins og áður segir, sem er persóna sem kemur fyrir í nokkrum leikritum Shakespeare og er eitt helsta einkenni hans íturvöxtur. Þegar fréttir bárust af fallinu var greint frá því að McKellen hafi meitt sig illa í fallinu og hrópað upp fyrir sig af sársauka. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í snarhasti og leikritinu frestað um tíma. „Ég hef endurupplifað fallið ég veit ekki hversu oft. Þetta var hræðilegt. Þetta gerðist í bardagasenu. Ég festi fótinn minn í stól og þegar ég reyndi að hrista hann af mér rann ég á dagblaði, sem hafði verið dreift um sviðið. Þetta var eins og ég væri á hjólabretti,“ segir McKellen í samtali við Saga. „Því meira sem ég reyndi að losa mig við dagblaðið því hraðar datt ég niður af sviðinu og í kjöltuna á einhverjum á fremsta bekk. Ég fór að kalla „hjálpið mér!“ og svo „fyrirgefið mér! Ég geri ekki svona!“ Þetta var rosalegt. Mér leið eins og þetta væru endalokin á einhverju. Ég var í miklu uppnámi.“ McKellen brákaði hryggjarlið og úlnlið og er enn að jafna sig. Hann segist í góðum höndum á meðan hann heldur sig heima og jafnar sig. Nágrannar hans og tvö, ung vinapör hafa undanfarnar vikur aðstoðað hann. „Ég þarf sífellt að sannfæra sjálfan mig um að ég sé ekki of gamall til að leika og að þetta hafi bara verið slys. Vinnan er leið fyrir mig til að... ekki neita því að ég sé að eldast heldur til að fá mig til að hugsa um eitthvað annað.“
Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15 Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45 Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15
Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45
Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54