Segir fitubúninginn hafa bjargað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 07:36 Í leikritinu Player Kings klæðist McKellen fitubúningi, sem hann segir hafa bjargað sér þegar hann féll af sviði í júní. Getty/Hoda Davaine Breski stórleikarinn Ian McKellen segir að fitubúningur, sem hann klæddist til að leika Shakespeare-persónuna Falstaff, hafi bjargað honum þegar hann datt af leiksviði í Lundúnum í júní. Áverkarnir hefðu verið mun verri hefði hann ekki klæðst búningnum. Þetta sagði McKellen í viðtali við tímaritið Saga magazine. Hann segist enn vera að jafna sig á áverkunum - hann er enn með handlegginn í fatla og stoðkraga um hálsinn. McKellen var á sviði fyrir sýninguna Player Kings - nýtt leikrit sem sameinar leikritin fyrsta og annan hluta Hinriks IV - í leikhúsinu Noel Coward í Lundúnum þegar hann hrasaði og datt. Í verkinu leikur hann Falstaff, eins og áður segir, sem er persóna sem kemur fyrir í nokkrum leikritum Shakespeare og er eitt helsta einkenni hans íturvöxtur. Þegar fréttir bárust af fallinu var greint frá því að McKellen hafi meitt sig illa í fallinu og hrópað upp fyrir sig af sársauka. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í snarhasti og leikritinu frestað um tíma. „Ég hef endurupplifað fallið ég veit ekki hversu oft. Þetta var hræðilegt. Þetta gerðist í bardagasenu. Ég festi fótinn minn í stól og þegar ég reyndi að hrista hann af mér rann ég á dagblaði, sem hafði verið dreift um sviðið. Þetta var eins og ég væri á hjólabretti,“ segir McKellen í samtali við Saga. „Því meira sem ég reyndi að losa mig við dagblaðið því hraðar datt ég niður af sviðinu og í kjöltuna á einhverjum á fremsta bekk. Ég fór að kalla „hjálpið mér!“ og svo „fyrirgefið mér! Ég geri ekki svona!“ Þetta var rosalegt. Mér leið eins og þetta væru endalokin á einhverju. Ég var í miklu uppnámi.“ McKellen brákaði hryggjarlið og úlnlið og er enn að jafna sig. Hann segist í góðum höndum á meðan hann heldur sig heima og jafnar sig. Nágrannar hans og tvö, ung vinapör hafa undanfarnar vikur aðstoðað hann. „Ég þarf sífellt að sannfæra sjálfan mig um að ég sé ekki of gamall til að leika og að þetta hafi bara verið slys. Vinnan er leið fyrir mig til að... ekki neita því að ég sé að eldast heldur til að fá mig til að hugsa um eitthvað annað.“ Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15 Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45 Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Þetta sagði McKellen í viðtali við tímaritið Saga magazine. Hann segist enn vera að jafna sig á áverkunum - hann er enn með handlegginn í fatla og stoðkraga um hálsinn. McKellen var á sviði fyrir sýninguna Player Kings - nýtt leikrit sem sameinar leikritin fyrsta og annan hluta Hinriks IV - í leikhúsinu Noel Coward í Lundúnum þegar hann hrasaði og datt. Í verkinu leikur hann Falstaff, eins og áður segir, sem er persóna sem kemur fyrir í nokkrum leikritum Shakespeare og er eitt helsta einkenni hans íturvöxtur. Þegar fréttir bárust af fallinu var greint frá því að McKellen hafi meitt sig illa í fallinu og hrópað upp fyrir sig af sársauka. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í snarhasti og leikritinu frestað um tíma. „Ég hef endurupplifað fallið ég veit ekki hversu oft. Þetta var hræðilegt. Þetta gerðist í bardagasenu. Ég festi fótinn minn í stól og þegar ég reyndi að hrista hann af mér rann ég á dagblaði, sem hafði verið dreift um sviðið. Þetta var eins og ég væri á hjólabretti,“ segir McKellen í samtali við Saga. „Því meira sem ég reyndi að losa mig við dagblaðið því hraðar datt ég niður af sviðinu og í kjöltuna á einhverjum á fremsta bekk. Ég fór að kalla „hjálpið mér!“ og svo „fyrirgefið mér! Ég geri ekki svona!“ Þetta var rosalegt. Mér leið eins og þetta væru endalokin á einhverju. Ég var í miklu uppnámi.“ McKellen brákaði hryggjarlið og úlnlið og er enn að jafna sig. Hann segist í góðum höndum á meðan hann heldur sig heima og jafnar sig. Nágrannar hans og tvö, ung vinapör hafa undanfarnar vikur aðstoðað hann. „Ég þarf sífellt að sannfæra sjálfan mig um að ég sé ekki of gamall til að leika og að þetta hafi bara verið slys. Vinnan er leið fyrir mig til að... ekki neita því að ég sé að eldast heldur til að fá mig til að hugsa um eitthvað annað.“
Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15 Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45 Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15
Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45
Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54