Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 07:30 Jeff Bezos, eigandi Amazon og Jason Tatum, lykilmaður Boston Celtics með bikarinn. Getty/Elsa Bandarískir fjölmiðlar fjalla nú um þann þráðláta orðróm að Jeff Bezos, eigandi Amazon, ætli sér að kaupa NBA körfuboltaliðið Boston Celtics. Eigendur Celtics tilkynntu það óvænt fljótlega eftir að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í sextán ár að félagið væri nú til sölu. Þekkir vel til hjá Celtics Íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons þekkir vel til hjá Boston Celtics enda mikill stuðningsmaður félagsins. Simmons kom fram í gær og sagðist sannfærður um að það sé mikið til í þessum fréttum. „Á síðustu dögum þá hefur verið réttmætur orðrómur um að Jeff Bezos ætli sér að kaupa Celtics. Ég held að þetta sé rétt og ég held að hann verði einn af þeim sem bjóði í félagið,“ sagði Simmons. Simmons tengir söluna einnig við hugsanlega stækkun NBA deildarinnar um tvö félög sem verða væntanlega í Seattle og Las Vegas. 827 milljarða verðmiði Hann segir að það sé krafa um að kaupverðið á Celtics verði að lágmarki sex milljarðar dollara eða 827 milljarðar íslenskra króna. Bezos ætti að hafa efni á slíku enda næstríkasti maður heims. Hann bæði stofnaði og þróaði Amazon og gerði það að stærsta netsölufyrirtæki heims. „NBA deildin vill fá sex milljarða dala fyrir félagið þótt að það eigi ekki sína eigin íþróttahöll. Þetta er klikkuð upphæð en þeir vilja fá þessa stóru upphæð af því að þeir vilja líka bæta liðum við í Seattle og Vegas og jafnvel Mexico City. Ef þeir fá sex milljarða fyrir tvö viðbótarlið þá fá allir eigendur NBA liðanna ávísun upp á fjögur hundruð milljónir dala,“ sagði Simmons. Fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala eru 55 milljarðar króna. Það má sjá Simmons tjá sig hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by The Ringer (@ringer) NBA Mest lesið Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Enski boltinn Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Enski boltinn Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Sport Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Fótbolti „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Körfubolti Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Fótbolti Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Körfubolti Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Fótbolti Magnaður sigur City á Barcelona og Sædís mætti Juventus Fótbolti Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Telur að Thomas sé betri en Basile Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Njarðvík leikur í IceMar-höllinni „Verðum að vera harðari“ „Borgarnes-Bjarni grjótharður í þessum leik“ Sjá meira
Eigendur Celtics tilkynntu það óvænt fljótlega eftir að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í sextán ár að félagið væri nú til sölu. Þekkir vel til hjá Celtics Íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons þekkir vel til hjá Boston Celtics enda mikill stuðningsmaður félagsins. Simmons kom fram í gær og sagðist sannfærður um að það sé mikið til í þessum fréttum. „Á síðustu dögum þá hefur verið réttmætur orðrómur um að Jeff Bezos ætli sér að kaupa Celtics. Ég held að þetta sé rétt og ég held að hann verði einn af þeim sem bjóði í félagið,“ sagði Simmons. Simmons tengir söluna einnig við hugsanlega stækkun NBA deildarinnar um tvö félög sem verða væntanlega í Seattle og Las Vegas. 827 milljarða verðmiði Hann segir að það sé krafa um að kaupverðið á Celtics verði að lágmarki sex milljarðar dollara eða 827 milljarðar íslenskra króna. Bezos ætti að hafa efni á slíku enda næstríkasti maður heims. Hann bæði stofnaði og þróaði Amazon og gerði það að stærsta netsölufyrirtæki heims. „NBA deildin vill fá sex milljarða dala fyrir félagið þótt að það eigi ekki sína eigin íþróttahöll. Þetta er klikkuð upphæð en þeir vilja fá þessa stóru upphæð af því að þeir vilja líka bæta liðum við í Seattle og Vegas og jafnvel Mexico City. Ef þeir fá sex milljarða fyrir tvö viðbótarlið þá fá allir eigendur NBA liðanna ávísun upp á fjögur hundruð milljónir dala,“ sagði Simmons. Fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala eru 55 milljarðar króna. Það má sjá Simmons tjá sig hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by The Ringer (@ringer)
NBA Mest lesið Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Enski boltinn Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Enski boltinn Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Sport Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Fótbolti „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Körfubolti Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Fótbolti Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Körfubolti Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Fótbolti Magnaður sigur City á Barcelona og Sædís mætti Juventus Fótbolti Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Helena tekin inn í heiðurshöll TCU Telur að Thomas sé betri en Basile Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Njarðvík leikur í IceMar-höllinni „Verðum að vera harðari“ „Borgarnes-Bjarni grjótharður í þessum leik“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta