Ólympíufari á yfirsnúningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:01 Það er mjög mikið að gera hjá sundkappanum þessa dagana. Már Gunnarsson undirbýr þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Paris á sama tíma og hann vinnur að plötu og tónleikum. @margunnarsson Már Gunnarsson er einn af fimm íslenskum keppendum á Ólympíumóti fatlaðra í París sem hefst í næstu viku. Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson) Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson)
Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira