Ólympíufari á yfirsnúningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:01 Það er mjög mikið að gera hjá sundkappanum þessa dagana. Már Gunnarsson undirbýr þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Paris á sama tíma og hann vinnur að plötu og tónleikum. @margunnarsson Már Gunnarsson er einn af fimm íslenskum keppendum á Ólympíumóti fatlaðra í París sem hefst í næstu viku. Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson) Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Már keppir þar í sundi eins og þau Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Róbert Ísak Jónsson. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir svo í frjálsum íþróttum. Þetta verða aðrir leikar Más en hann keppti einnig á Ólympíumóti fatlaðra í Tokýó 2021 þar sem hann náði fimmta sæti og vantaði þá aðeins sekúndu upp á það að ná gullverðlaununum. Már mun keppa í 100 metra baksundi á leikunum í París en hann viðurkennir að það sé svolítið mikið að gera hjá honum þessa dagana. Þegar hann telur upp það sem er í gangi hjá sér þá geta flestir tekið undir það að það sé nóg að gera hjá þessum öfluga íþrótta- og tónlistarmanni. „Hér skal það viðurkennt að ég á það til að vera smá ofvirkur. Líf mitt er á yfirsnúningi þar sem ég er að æfa stíft fyrir keppni á mínum öðrum Ólympíuleikum, brottför eftir sex daga,“ skrifar Már í færslu á samfélagsmiðlum. Jú, sundkappinn er ekki bara að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika því hann er einnig að taka upp plötu og skipuleggja þrenna stórtónleika ásamt stórsveit Royal Northern College. „Það er svo mikið að gera en mér þykir það svo gaman,“ skrifar Már. „Ég hlakka til að keppa fyrir Íslands hönd fyrsta september, fara síðan til Manchester og koma heim í nóvember ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og halda tónleika, ólíkt öllu sem ég hef gert áður,“ skrifar Már eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Már (@margunnarsson)
Ólympíumót fatlaðra Sund Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira