Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Ioannis Agravanis um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deildinni.
Agravanis er 25 ára og spilar sem lítill framherji. Hann er 198 sentimetrar á hæð og spilaði síðast með USK Prag í tékknesku deildinni.
Á síðustu leiktíð var hann með 12,8 stig, 7,3 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 1,9 stolna bolta að meðaltali í leik en hann hitti úr 29 prósent þriggja stiga skota sinna og 69 prósent vítanna.
Áður lék hann í sjö tímabili í efstu deild í Grikklandi og er því með mikla reynslu úr þeirri öflugu deild.
Agravanis var Evrópumeistari með tuttugu ára liði Grikkja árið 2017 en var þó bara með 1,4 stig og 2,2 fráköst í leik í mótinu.
„Agravanis er fjölhæfur framherji sem getur gert sitt lítið að hverju inn á vellinum. Það tók sinn tíma að finna leikmann með hans eiginleika og vonandi mun sú þolinmæði skila sér,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við miðla félagsins.