Vill eignast lið í hverri heimsálfu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 23:31 Michele Kang á Ólympíuleikunum í sumar. Andrea Vilchez/ISI/Getty Images Michele Kang á sem stendur þrjú knattspyrnufélög í tveimur heimsálfum en hún vill ólm eignast félag í hverri heimsálfu. Kang komst í heimsfréttirnar þegar hún keypti meirihluta í franska stórveldinu Lyon, það er kvenna liði félagsins sem hefur unnið fjöldann allan af titlum á undanförnum árum. Þá á hún Washington Spirit í Bandaríkjunum og London City Lionesses í Englandi, bæði eru eingöngu kvennalið. Hún ætlar að fjárfesta 50 milljónir Bandaríkjadala, tæpa sjö milljarða íslenskra króna, í heilsu knattspyrnukvenna þar sem nær öll gögn sem til eru miða við karlkyns leikmenn. Þá fjárfesti hún fjórar milljónir Bandaríkjadala í kvennalandslið Bandaríkjanna í rúgbí eftir að liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Vonast Kang til að fjárfestingin hjálpi liðinu að vinna gull á leikunum sem fram fara í Los Angeles eftir fjögur ár. „Það var dýr leikur fyrir mig,“ segir Kang í gríni við The Guardian eftir að hafa séð Bandaríkin vinna til bronsverðlauna. Það kom henni hins vegar á óvart að engin/n hefði fjárfest í liðinu á undan henni. „Ég vil sýna og sanna að kvennaíþróttir séu góð ávöxtun fjárhagslega. Munurinn á hvar þær eru og hvað þær geta orðið er gríðarlegur, ég á ekki orð yfir að enginn hafi séð það,“ bætti hún við. "This is not charity. I’m on a mission to prove that women’s sports is good business."I sat down with Michele Kang for an exclusive @guardian_sport interview to discuss Kynisca, her recent $50m investment and why she wants to own clubs on every continenthttps://t.co/kHNSkSbHYQ— Tom Garry (@TomJGarry) August 18, 2024 Í viðtali við The Guardian tekur Kang fram að ekki sé um góðgerðarstarf að ræða heldur ígrundaða fjárfestingu. Bendir hún á að lið Angel City í NWSL-deildinni sé metið á 250 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 35 milljarða króna, en ekki er langt síðan lið deildarinnar voru metin aðeins á tvær til fimm milljónir Bandaríkjadala. Kang viðurkennir þó að markmið hennar sé að hluta til að bæta líf ungra íþróttakvenna. Hún hafi upphaflega ekki ætlað að færa sig yfir í íþróttir en nú vill hún gjarnan eiga knattspyrnulið í hverri heimsálfu. „Ég veit ekki hversu mörg lið ég vil eiga en ég vil án efa eiga lið í hverri heimsálfu.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Sjá meira
Kang komst í heimsfréttirnar þegar hún keypti meirihluta í franska stórveldinu Lyon, það er kvenna liði félagsins sem hefur unnið fjöldann allan af titlum á undanförnum árum. Þá á hún Washington Spirit í Bandaríkjunum og London City Lionesses í Englandi, bæði eru eingöngu kvennalið. Hún ætlar að fjárfesta 50 milljónir Bandaríkjadala, tæpa sjö milljarða íslenskra króna, í heilsu knattspyrnukvenna þar sem nær öll gögn sem til eru miða við karlkyns leikmenn. Þá fjárfesti hún fjórar milljónir Bandaríkjadala í kvennalandslið Bandaríkjanna í rúgbí eftir að liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Vonast Kang til að fjárfestingin hjálpi liðinu að vinna gull á leikunum sem fram fara í Los Angeles eftir fjögur ár. „Það var dýr leikur fyrir mig,“ segir Kang í gríni við The Guardian eftir að hafa séð Bandaríkin vinna til bronsverðlauna. Það kom henni hins vegar á óvart að engin/n hefði fjárfest í liðinu á undan henni. „Ég vil sýna og sanna að kvennaíþróttir séu góð ávöxtun fjárhagslega. Munurinn á hvar þær eru og hvað þær geta orðið er gríðarlegur, ég á ekki orð yfir að enginn hafi séð það,“ bætti hún við. "This is not charity. I’m on a mission to prove that women’s sports is good business."I sat down with Michele Kang for an exclusive @guardian_sport interview to discuss Kynisca, her recent $50m investment and why she wants to own clubs on every continenthttps://t.co/kHNSkSbHYQ— Tom Garry (@TomJGarry) August 18, 2024 Í viðtali við The Guardian tekur Kang fram að ekki sé um góðgerðarstarf að ræða heldur ígrundaða fjárfestingu. Bendir hún á að lið Angel City í NWSL-deildinni sé metið á 250 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 35 milljarða króna, en ekki er langt síðan lið deildarinnar voru metin aðeins á tvær til fimm milljónir Bandaríkjadala. Kang viðurkennir þó að markmið hennar sé að hluta til að bæta líf ungra íþróttakvenna. Hún hafi upphaflega ekki ætlað að færa sig yfir í íþróttir en nú vill hún gjarnan eiga knattspyrnulið í hverri heimsálfu. „Ég veit ekki hversu mörg lið ég vil eiga en ég vil án efa eiga lið í hverri heimsálfu.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Sjá meira