„Við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. ágúst 2024 11:45 Parið stefnir á Evrópumót í janúar. vísir / arnar Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza verða þau fyrstu til að keppa fyrir Íslands hönd í parakeppni á listskautum. Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðins flokki. Nú ætlar hún að reyna fyrir sér í parakeppni. „Ég er svo spennt fyrir því, við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel. Ég er enn þá bara að læra á hvernig það er að vera para skautari, það kemur bara með tímanum og við munum byrja að keppa núna í nóvember.“ View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial) Ítalskur dansfélagi Samkvæmt reglum þarf bara annar aðilinn að vera íslenskur og því verður með Júlíu á svellinu: Manuel Piazza, 24 ára skautari frá Ortisei á norður-Ítalíu. „Ég hef skautað með henni í einhverja tvo mánuði. Það er mjög spennandi að keppa fyrir Íslands hönd með henni. Ég hef þekkt Júlíu í nokkur ár, hún hefur komið til Ítalíu að skauta á sumrin. Þjálfari hennar er líka ítalskur, þjálfari minn hefur þekkt hana síðan hún var barn. Þegar ég var að leita að nýjum skautafélaga spurðum við hana hvort hún vildi prófa. Hún kom til Ítalíu og lét reyna á þetta, síðan höfum við verið að skauta saman og ákváðum að keppa fyrir Íslands hönd.“ Æfingabúðir og Evrópumót framundan Parið mun eyða næstu mánuðum í Afreksmiðstöð Alþjóðaskautasambandsins í Bergamo á Ítalíu, þar munu stífar æfingar fara fram og stefnan er að ná lágmarki fyrir Evrópumótið sem fer fram í byrjun næsta árs. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana í frönsku ölpunum árið 2030. „Það er okkar markmið fyrir þetta tímabil. Við vinnum bara að því núna og sjáum hvernig það verður. [Ólympíuleikarnir] eru alltaf það sem maður stefnir á.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2030 í Frakklandi Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Ólympíuleikar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðins flokki. Nú ætlar hún að reyna fyrir sér í parakeppni. „Ég er svo spennt fyrir því, við höfum ekki þekkst lengi en það gengur vel. Ég er enn þá bara að læra á hvernig það er að vera para skautari, það kemur bara með tímanum og við munum byrja að keppa núna í nóvember.“ View this post on Instagram A post shared by SkatingIceland (@skatingicelandofficial) Ítalskur dansfélagi Samkvæmt reglum þarf bara annar aðilinn að vera íslenskur og því verður með Júlíu á svellinu: Manuel Piazza, 24 ára skautari frá Ortisei á norður-Ítalíu. „Ég hef skautað með henni í einhverja tvo mánuði. Það er mjög spennandi að keppa fyrir Íslands hönd með henni. Ég hef þekkt Júlíu í nokkur ár, hún hefur komið til Ítalíu að skauta á sumrin. Þjálfari hennar er líka ítalskur, þjálfari minn hefur þekkt hana síðan hún var barn. Þegar ég var að leita að nýjum skautafélaga spurðum við hana hvort hún vildi prófa. Hún kom til Ítalíu og lét reyna á þetta, síðan höfum við verið að skauta saman og ákváðum að keppa fyrir Íslands hönd.“ Æfingabúðir og Evrópumót framundan Parið mun eyða næstu mánuðum í Afreksmiðstöð Alþjóðaskautasambandsins í Bergamo á Ítalíu, þar munu stífar æfingar fara fram og stefnan er að ná lágmarki fyrir Evrópumótið sem fer fram í byrjun næsta árs. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana í frönsku ölpunum árið 2030. „Það er okkar markmið fyrir þetta tímabil. Við vinnum bara að því núna og sjáum hvernig það verður. [Ólympíuleikarnir] eru alltaf það sem maður stefnir á.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2030 í Frakklandi Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Ólympíuleikar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira