Þrír leikmenn Marseille með vafasama fortíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 12:31 Mason Greenwood spilar í dag með Marseille. Marseille Marseille vann 5-1 stórsigur á Brest í frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. Í byrjunarliði liðsins mátti finna tvo leikmenn sem hafa verði sakaðir um kynferðisofbeldi, annar gegn börnum, og svo leikmann sem var valdur að banaslysi. Frægastur þremenninganna er eflaust Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United á Englandi. Frægðarsól hans reis hátt og framtíðin var björt. Viðvörunabjöllur hringdu þó þegar Greenwood kom til Íslands með enska landsliðinu og fékk íslenskar stúlkur upp á herbergi til sín ásamt Phil Foden þegar kórónuveiran var sem skæðust og samkomubönn voru í gildi. Ekki löngu síðar birti þáverandi kærasta Greenwoods myndir af sér alblóðugri og sagði hann bera ábyrgð. Þá birti hún hljóðskilaboð þar sem heyra mátti Greenwood reyna að þvinga hana til samræðis. Greenwood spilaði ekki fyrir Man United eftir þetta en var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð. Marseille keypti svo leikmanninn á tugi milljóna punda í sumar. Greenwood er ekki eini leikmaður Marseille með vafasama fortíð en félagið keypti einnig hinn 21 árs gamla Elye Wahi í sumar. Í október árið 2021 lagði 22 ára gömul kona fram kæru á hendur Wahi fyrir að kýla sig á skemmtistað mánuði áður. Wahi, sem var þá 18 ára gamall leikmaður Montpellier, var aldrei dæmdur vegna málsins. Í nóvember sama ár var leikmaðurinn undir rannsókn lögreglu vegna atvika sem sögðu voru hafa átt sér stað þegar hann var í unglingaliði Caen. Félagið lét hann á endanum fara án þess að gefa upp ástæðuna en Wahi var mikið efni og því skrítið að lið á borð við Caen hafi látið hann fara frítt. Í nóvember 2021 kom hins vegar fram að lögreglan væri með til rannsóknar athæfi Wahi á salernum skólans sem hann var í þegar hann lék með unglingaliði Caen. Á leikmaðurinn að hafa þvingað yngri börn, talin á aldrinum 11 til 14 ára, til að fróa sér fyrir framan hann. Líkt og með kæruna sama ár var Wahi aldrei dæmdur. Að lokum er það hinn 27 ára gamli Amine Harit sem keyrði á mann í heimalandi sínu Marokkó árið 2018 með þeim afleiðingum að hann dó. Harit var þarna stjarna Schalke 04 í Þýskalandi og nýbúinn að spila fyrir þjóð sína á HM. Harit sagði 14 ára gamlan bróðir sinn hafa verið við stýrið en lögreglan afsannaði þá staðhæfingu. Þá segir að leikmaðurinn hafi reynt að flýja vettvang slyssins en hafi verið stöðvaður af vitnum. ⏱️ 90+7’ | #SB29OM 1️⃣-5️⃣𝐐𝐮𝐞𝐥𝐥𝐞 𝐞𝐧𝐭𝐫𝐞́𝐞 𝐞𝐧 𝐦𝐚𝐭𝐢𝐞̀𝐫𝐞 !L’OM débute son championnat de la meilleure des manières avec une belle victoire en Bretagne ⚡️💪Les buteurs du jour : Mason Greenwood (x2), Luis Henrique (x2) et Elye Wahi 5️⃣⚽️𝘽𝙧𝙖𝙫𝙤… pic.twitter.com/Vlgm0eRPGC— Olympique de Marseille (@OM_Officiel) August 17, 2024 Marseille byrjar tímabilið sem fyrr af krafti eftir 5-1 sigur á Brest þar sem Greenwood skoraði tvívegis, Luis Henrique tvívegis og Wahi einu sinni. Þá lagði Harit upp tvö mörk. Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfari Brighton & Hove Albion, er þjálfari Marseille í dag. Fótbolti Franski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mál Mason Greenwood Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Sjá meira
Frægastur þremenninganna er eflaust Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United á Englandi. Frægðarsól hans reis hátt og framtíðin var björt. Viðvörunabjöllur hringdu þó þegar Greenwood kom til Íslands með enska landsliðinu og fékk íslenskar stúlkur upp á herbergi til sín ásamt Phil Foden þegar kórónuveiran var sem skæðust og samkomubönn voru í gildi. Ekki löngu síðar birti þáverandi kærasta Greenwoods myndir af sér alblóðugri og sagði hann bera ábyrgð. Þá birti hún hljóðskilaboð þar sem heyra mátti Greenwood reyna að þvinga hana til samræðis. Greenwood spilaði ekki fyrir Man United eftir þetta en var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð. Marseille keypti svo leikmanninn á tugi milljóna punda í sumar. Greenwood er ekki eini leikmaður Marseille með vafasama fortíð en félagið keypti einnig hinn 21 árs gamla Elye Wahi í sumar. Í október árið 2021 lagði 22 ára gömul kona fram kæru á hendur Wahi fyrir að kýla sig á skemmtistað mánuði áður. Wahi, sem var þá 18 ára gamall leikmaður Montpellier, var aldrei dæmdur vegna málsins. Í nóvember sama ár var leikmaðurinn undir rannsókn lögreglu vegna atvika sem sögðu voru hafa átt sér stað þegar hann var í unglingaliði Caen. Félagið lét hann á endanum fara án þess að gefa upp ástæðuna en Wahi var mikið efni og því skrítið að lið á borð við Caen hafi látið hann fara frítt. Í nóvember 2021 kom hins vegar fram að lögreglan væri með til rannsóknar athæfi Wahi á salernum skólans sem hann var í þegar hann lék með unglingaliði Caen. Á leikmaðurinn að hafa þvingað yngri börn, talin á aldrinum 11 til 14 ára, til að fróa sér fyrir framan hann. Líkt og með kæruna sama ár var Wahi aldrei dæmdur. Að lokum er það hinn 27 ára gamli Amine Harit sem keyrði á mann í heimalandi sínu Marokkó árið 2018 með þeim afleiðingum að hann dó. Harit var þarna stjarna Schalke 04 í Þýskalandi og nýbúinn að spila fyrir þjóð sína á HM. Harit sagði 14 ára gamlan bróðir sinn hafa verið við stýrið en lögreglan afsannaði þá staðhæfingu. Þá segir að leikmaðurinn hafi reynt að flýja vettvang slyssins en hafi verið stöðvaður af vitnum. ⏱️ 90+7’ | #SB29OM 1️⃣-5️⃣𝐐𝐮𝐞𝐥𝐥𝐞 𝐞𝐧𝐭𝐫𝐞́𝐞 𝐞𝐧 𝐦𝐚𝐭𝐢𝐞̀𝐫𝐞 !L’OM débute son championnat de la meilleure des manières avec une belle victoire en Bretagne ⚡️💪Les buteurs du jour : Mason Greenwood (x2), Luis Henrique (x2) et Elye Wahi 5️⃣⚽️𝘽𝙧𝙖𝙫𝙤… pic.twitter.com/Vlgm0eRPGC— Olympique de Marseille (@OM_Officiel) August 17, 2024 Marseille byrjar tímabilið sem fyrr af krafti eftir 5-1 sigur á Brest þar sem Greenwood skoraði tvívegis, Luis Henrique tvívegis og Wahi einu sinni. Þá lagði Harit upp tvö mörk. Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfari Brighton & Hove Albion, er þjálfari Marseille í dag.
Fótbolti Franski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mál Mason Greenwood Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Sjá meira