Eru framkvæmdir í Saltvík loftslagsvænar? Ólafur S. Andrésson skrifar 17. ágúst 2024 18:01 Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru. Jarðrask losar kolefni Gróskumikill móajarðvegur er með bundið kolefni sem jafngildir um 550 tonnum af CO2 á hektara (1) og plæging og umturnun jarðvegsins veldur losun á því kolefni. Við plægingu, líkt og sjá má á fréttamyndum frá Saltvík, losnar um 30% af jarðvegskolefni sem CO2 (2). Því má ætla að meira gæti losnað af kolefni við plæginguna, um 80 tonn/ha, eða sem nemur tíunda hluta þess sem skógurinn gæti bundið [innskot blaðamanns: sjá athugasemd neðst í grein] (3) (1)Rit LbhÍ nr. 133, Loftslag, kolefni og mold eftir Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson 2020. (2)Samanburður á Skógarkolefni og UK Woodland Carbon Code – Kolefnislosun vegna jarðvinnslu, eftir Sigfús Bjarnason, birt á natturuvinir.is 2023. (3)Skógarkolefnisreiknir Skógræktarinnar. Sól vermir dökkt yfirborð meira en ljóst Hluti sólgeislunar sem fellur á yfirborð jarðar endurkastast til baka og veldur lítilli hlýnun. Hversu mikið endurkastið er ræðst af yfirborð jarðarinnar. Við ræktun barrskóga á norðlægum slóðum geta orðið breytingar á endurkasti sólgeislunar sem vega upp loftlagsávinning kolefnisbindingar. Um þetta efni hefur verið fjallað í vísindaritum, en samantekt má finna á vefnum natturuvinir.is og staðfærslu til íslenskra aðstæðna í grein minni Barrtré, snjóþekja og hitafar á sama vef frá 2023. Mólendi er með meðal- eða mikið endurkast en barrskógur með lítið en sogar í sig sólgeislunina. Staðgóðar upplýsingar um ísog og endurkast (albedo) á Saltvíkursvæðinu liggja ekki fyrir, en breytingarnar má áætla út frá sambærilegum svæðum. Þá þarf einnig að reikna með áhrifum snjóþekju, einkum á vormánuðum þegar sólargangur er orðinn langur og dagar oft sólríkir. Þegar þessir þættir eru teknir saman má reikna með að í ljósu, sinugrónu mólendi við Húsavík vegi hlýnunaráhrif vegna breytinga úr mólendi í barrskóg upp loftslagsávinning kolefnisbindingar við skógrækt. Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík gera því lítið, eða minna en ekkert, til að vega á móti loftslagsvánni og hafa líka margvísleg önnur áhrif, flest neikvæð: Gengið er á verðmætt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki. Mikilvæg berjalönd eru eyðilögð. Búsvæði mófugla sem við berum alþjóðlega ábyrgð á eru eyðilögð. Eðlilega bregðast því margir ókvæða við þessari vanhugsuðu framkvæmd, og engin fagleg vottunarstofa með sjálfsvirðingu getur vottað að þetta brölt muni hafa jákvæð áhrif á umhverfi og loftslag. Höfundur er lífefnafræðingur og áhugamaður um loftslagsmál. Uppfært 19.8.2024 Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var möguleg losun við plægingu sögð 800 tonn á hektara og hún sögð hugsanlega meiri en skógur gæti bundið. Það rétta er að samkvæmt skógarkolefnisreikni Skógræktarinnar gæti losun vegna plægingar numið 80 tonnum á hektara, um tíunda hluta þess kolefnis sem skógur gæti bundið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru. Jarðrask losar kolefni Gróskumikill móajarðvegur er með bundið kolefni sem jafngildir um 550 tonnum af CO2 á hektara (1) og plæging og umturnun jarðvegsins veldur losun á því kolefni. Við plægingu, líkt og sjá má á fréttamyndum frá Saltvík, losnar um 30% af jarðvegskolefni sem CO2 (2). Því má ætla að meira gæti losnað af kolefni við plæginguna, um 80 tonn/ha, eða sem nemur tíunda hluta þess sem skógurinn gæti bundið [innskot blaðamanns: sjá athugasemd neðst í grein] (3) (1)Rit LbhÍ nr. 133, Loftslag, kolefni og mold eftir Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson 2020. (2)Samanburður á Skógarkolefni og UK Woodland Carbon Code – Kolefnislosun vegna jarðvinnslu, eftir Sigfús Bjarnason, birt á natturuvinir.is 2023. (3)Skógarkolefnisreiknir Skógræktarinnar. Sól vermir dökkt yfirborð meira en ljóst Hluti sólgeislunar sem fellur á yfirborð jarðar endurkastast til baka og veldur lítilli hlýnun. Hversu mikið endurkastið er ræðst af yfirborð jarðarinnar. Við ræktun barrskóga á norðlægum slóðum geta orðið breytingar á endurkasti sólgeislunar sem vega upp loftlagsávinning kolefnisbindingar. Um þetta efni hefur verið fjallað í vísindaritum, en samantekt má finna á vefnum natturuvinir.is og staðfærslu til íslenskra aðstæðna í grein minni Barrtré, snjóþekja og hitafar á sama vef frá 2023. Mólendi er með meðal- eða mikið endurkast en barrskógur með lítið en sogar í sig sólgeislunina. Staðgóðar upplýsingar um ísog og endurkast (albedo) á Saltvíkursvæðinu liggja ekki fyrir, en breytingarnar má áætla út frá sambærilegum svæðum. Þá þarf einnig að reikna með áhrifum snjóþekju, einkum á vormánuðum þegar sólargangur er orðinn langur og dagar oft sólríkir. Þegar þessir þættir eru teknir saman má reikna með að í ljósu, sinugrónu mólendi við Húsavík vegi hlýnunaráhrif vegna breytinga úr mólendi í barrskóg upp loftslagsávinning kolefnisbindingar við skógrækt. Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík gera því lítið, eða minna en ekkert, til að vega á móti loftslagsvánni og hafa líka margvísleg önnur áhrif, flest neikvæð: Gengið er á verðmætt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki. Mikilvæg berjalönd eru eyðilögð. Búsvæði mófugla sem við berum alþjóðlega ábyrgð á eru eyðilögð. Eðlilega bregðast því margir ókvæða við þessari vanhugsuðu framkvæmd, og engin fagleg vottunarstofa með sjálfsvirðingu getur vottað að þetta brölt muni hafa jákvæð áhrif á umhverfi og loftslag. Höfundur er lífefnafræðingur og áhugamaður um loftslagsmál. Uppfært 19.8.2024 Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var möguleg losun við plægingu sögð 800 tonn á hektara og hún sögð hugsanlega meiri en skógur gæti bundið. Það rétta er að samkvæmt skógarkolefnisreikni Skógræktarinnar gæti losun vegna plægingar numið 80 tonnum á hektara, um tíunda hluta þess kolefnis sem skógur gæti bundið.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun