Haraldur baunar á forstjóra Landsvirkjunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2024 15:31 Mikillar ólgu hefur gætt vegna byggingar vindorkuvers við Vaðöldu. Vísir/Samsett Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ósammála fullyrðingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um umfangsmikið samráð við hagaðila tilætlaðs vindorkuvers í Búrfellslundi við Vaðöldu. Haraldur vænir Landsvirkjun um vindasöm vinnubrögð í stað vandasamra. Í aðsendri grein á Vísi sem birtist fyrr í dag skrifar Hörður að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hafi verið mjög ítarlegt og fjarri því að það hafi verið geðþótta háð eða skort skýran ramma, eins og Haraldur hafi haldið fram. „Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi,“ skrifar Hörður. Skorður á endurnýjanlegum orkugjöfum Hann segir upptalningu þessa meira að segja vera mikla einföldun. Ítarlegar rannsóknir hafi verið gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla auk sífelldra vindmælinga. Rammaáætlun lá loks fyrir árið 2022 hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, að sögn Harðar. Í október þess árs sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi sem afgreitt var nú í ágúst eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Hörður segist fagna umfjöllun um málið en að ekki sé hægt að sjá allt fyrir. „Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann,“ skrifar Hörður. „Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum,“ skrifar hann að lokum. Vindasöm en ekki vandasöm Haraldur Þór segist ekki efast um vandasöm vinnubrögð Landsvirkjunar og segir starfsfólk stofnunarinnar standa sig vel í sínum störfum. Hins vegar sé markmiðið að byggja virkjun og því fá önnur sjónarmið ekki brautargengi þar. „Mikilvægt er því að fara yfir hina hliðina á sama málinu, það er að segja, vindasöm vinnubrögð í aðdraganda vindorkuvers,“ skrifar Haraldur. Haraldur segir Landsvirkjun hafa skilað inn í umfjöllun í rammaáætlun 200 MW vindorkuveri árið 2013 og að niðurstaða verkefnastjórnar rammaáætlunarinnar hefði verið að Búrfellslundur væri slæmur orkunýtingarkostur sökum áhrifa hans á ferðaþjónustu og útivist. „Hann muni hafa með sjónrænt áhrifasvæði á hálendi Íslands sem er í kringum 1.000 ferkílómetrar. Verkefnastjórnin lagði til að Búrfellslundur yrði í biðflokki og alþingi staðfesti þá ákvörðun,“ skrifar Haraldur. Óvönduð vinnubrögð Alþingis Haraldur segir Landsvirkjun þá hafa minnkað umfang vindorkuversins í 120 MW til að minnka umhverfisáhrifin og taka tillit til athugasemda. Eftir umfjöllun rammaáætlunar árið 2020 hafi niðurstaða verkefnisstjórnarinnar verið að þrátt fyrir breytta útfærslu væru áhrifin af vindorkuverinu enn verri en fyrri útgáfa þar sem vægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein hefði tvöfaldast á þessu fimm ára tímabili. Lagt hafi þá verið til að Búrfellslundur yrði áfram í biðflokki. „Það má því skrifa afgreiðslu Alþingis á óvönduð vinnubrögð þar sem Alþingi tók pólitíska ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk gegn faglegu rökum verkefnastjórnarinnar. Áhugavert væri að kalla eftir faglegu forsendum sem lágu til grundvallar ákvörðunar alþingis á þeim tíma, ef þau eru til!“ skrifar Haraldur. Haraldur skrifar þá að í stefnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem unnið hefur verið að síðan 2022 sé sérstaklega tekið fram að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Þar fari þó hljóð og mynd ekki saman því Búrfellslundur er vissulega á hálendi Íslands. „Til að redda málinu, þá var bætt inn í komandi vindorkustefnu að hún gildi ekki aftur í tímann svo Landsvirkjun geti reist Búrfellslund því okkur liggur svo á, það er komið að skuldardögum eins og ráðherrann hefur sagt,“ segir Haraldur. 100 störf í Eyjum en engin þar sem orkan skapast Haraldur segir að bæði skuggavarp og hljóðvist vindorkuversins hafi áhrif í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og takmarki því landnotkun sveitarfélagsins. Það sé þrátt fyrir að ekki hafi verið sótt um að vindorkuverið fari í skipulag þess né að Búrfellslundur skili nokkrum tekjum í nærumhverfi sínu. „Búrfellslundur verður rekinn af erlendum sérfræðingum sem munu koma 1-2svar til landsins á ári að sinna viðhaldi. Hann skilar því engum staðbundnum störfum og þar af leiðandi engum útsvarstekjum til sveitarfélaganna. En það skiptir víst engu máli, það er búið að undirbúa þetta svo faglega og ákvörðun alþingis var svo fagleg,“ skrifar Haraldur. Haraldur tekur þá fram raforkusamning sem Landsvirkjun gerði við Laxey ehf. um sölu á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu komi fram að forsenda samningsins sé meðal annars að Búrfellslundur verði gangsettur í lok árs 2026. Gert sé ráð fyrir að verkefnið skapi hundrað störf í Vestmannaeyjum, en engin störf skapist þar sem orkan verður til. „Hefur íbúum Rangárþings Ytra eða Skeiða- og Gnúpverjahrepps verið faglega kynnt að orkan úr Búrfellslundi fari til Vestmannaeyja en verði ekki nýtt til atvinnuuppbyggingar í nærumhverfi orkuframleiðslunnar?“ skrifar Haraldur. Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi sem birtist fyrr í dag skrifar Hörður að leyfisveitingaferlið vegna Búrfellslundar hafi verið mjög ítarlegt og fjarri því að það hafi verið geðþótta háð eða skort skýran ramma, eins og Haraldur hafi haldið fram. „Undirbúningur að byggingu Búrfellslundar, vindorkuvers Landsvirkjunar við Vaðöldu, hefur staðið á annan áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður allar verið rannsakaðar ítarlega, Alþingi fjallað margoft um virkjunarkostinn, hann farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, flókið umsóknarferli virkjunarleyfis staðið í tæp tvö ár, sveitarfélagið hefur unnið deiliskipulag svæðisins, gengið var frá lögbundnum samningum um tengingu vindorkuversins við dreifikerfi raforku og samið við ríkið um lands- og vindorkuréttindi,“ skrifar Hörður. Skorður á endurnýjanlegum orkugjöfum Hann segir upptalningu þessa meira að segja vera mikla einföldun. Ítarlegar rannsóknir hafi verið gerðar á náttúrufari, gróðri og farleiðum fugla auk sífelldra vindmælinga. Rammaáætlun lá loks fyrir árið 2022 hátt í áratug eftir að virkjunarkosturinn var fyrst lagður fram til umfjöllunar, að sögn Harðar. Í október þess árs sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi sem afgreitt var nú í ágúst eftir ítarlega yfirferð Orkustofnunar. Hörður segist fagna umfjöllun um málið en að ekki sé hægt að sjá allt fyrir. „Vel má vera að endurskoða þurfi leyfisveitingaferli að einhverju leyti en það er fjarstæða að láta eins og ekki hafi verið hugað að öllum þáttum málsins á sl. 11 árum. Reyndar hefur þessi langi tími reynst okkur erfiðastur, það setur orkufyrirtæki þjóðarinnar óneitanlega skorður við skipulagningu orkuöflunar þegar ekki er hægt að sjá með meiri vissu fram í tímann,“ skrifar Hörður. „Við höfum sett okkur skýr markmið um orkuskipti en við getum ekki hætt að nota bensín og olíu nema við fáum græna orkugjafa í staðinn. Þar ætlar orkufyrirtæki þjóðarinnar sannarlega að leggja sitt af mörkum,“ skrifar hann að lokum. Vindasöm en ekki vandasöm Haraldur Þór segist ekki efast um vandasöm vinnubrögð Landsvirkjunar og segir starfsfólk stofnunarinnar standa sig vel í sínum störfum. Hins vegar sé markmiðið að byggja virkjun og því fá önnur sjónarmið ekki brautargengi þar. „Mikilvægt er því að fara yfir hina hliðina á sama málinu, það er að segja, vindasöm vinnubrögð í aðdraganda vindorkuvers,“ skrifar Haraldur. Haraldur segir Landsvirkjun hafa skilað inn í umfjöllun í rammaáætlun 200 MW vindorkuveri árið 2013 og að niðurstaða verkefnastjórnar rammaáætlunarinnar hefði verið að Búrfellslundur væri slæmur orkunýtingarkostur sökum áhrifa hans á ferðaþjónustu og útivist. „Hann muni hafa með sjónrænt áhrifasvæði á hálendi Íslands sem er í kringum 1.000 ferkílómetrar. Verkefnastjórnin lagði til að Búrfellslundur yrði í biðflokki og alþingi staðfesti þá ákvörðun,“ skrifar Haraldur. Óvönduð vinnubrögð Alþingis Haraldur segir Landsvirkjun þá hafa minnkað umfang vindorkuversins í 120 MW til að minnka umhverfisáhrifin og taka tillit til athugasemda. Eftir umfjöllun rammaáætlunar árið 2020 hafi niðurstaða verkefnisstjórnarinnar verið að þrátt fyrir breytta útfærslu væru áhrifin af vindorkuverinu enn verri en fyrri útgáfa þar sem vægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein hefði tvöfaldast á þessu fimm ára tímabili. Lagt hafi þá verið til að Búrfellslundur yrði áfram í biðflokki. „Það má því skrifa afgreiðslu Alþingis á óvönduð vinnubrögð þar sem Alþingi tók pólitíska ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk gegn faglegu rökum verkefnastjórnarinnar. Áhugavert væri að kalla eftir faglegu forsendum sem lágu til grundvallar ákvörðunar alþingis á þeim tíma, ef þau eru til!“ skrifar Haraldur. Haraldur skrifar þá að í stefnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem unnið hefur verið að síðan 2022 sé sérstaklega tekið fram að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Þar fari þó hljóð og mynd ekki saman því Búrfellslundur er vissulega á hálendi Íslands. „Til að redda málinu, þá var bætt inn í komandi vindorkustefnu að hún gildi ekki aftur í tímann svo Landsvirkjun geti reist Búrfellslund því okkur liggur svo á, það er komið að skuldardögum eins og ráðherrann hefur sagt,“ segir Haraldur. 100 störf í Eyjum en engin þar sem orkan skapast Haraldur segir að bæði skuggavarp og hljóðvist vindorkuversins hafi áhrif í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og takmarki því landnotkun sveitarfélagsins. Það sé þrátt fyrir að ekki hafi verið sótt um að vindorkuverið fari í skipulag þess né að Búrfellslundur skili nokkrum tekjum í nærumhverfi sínu. „Búrfellslundur verður rekinn af erlendum sérfræðingum sem munu koma 1-2svar til landsins á ári að sinna viðhaldi. Hann skilar því engum staðbundnum störfum og þar af leiðandi engum útsvarstekjum til sveitarfélaganna. En það skiptir víst engu máli, það er búið að undirbúa þetta svo faglega og ákvörðun alþingis var svo fagleg,“ skrifar Haraldur. Haraldur tekur þá fram raforkusamning sem Landsvirkjun gerði við Laxey ehf. um sölu á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu komi fram að forsenda samningsins sé meðal annars að Búrfellslundur verði gangsettur í lok árs 2026. Gert sé ráð fyrir að verkefnið skapi hundrað störf í Vestmannaeyjum, en engin störf skapist þar sem orkan verður til. „Hefur íbúum Rangárþings Ytra eða Skeiða- og Gnúpverjahrepps verið faglega kynnt að orkan úr Búrfellslundi fari til Vestmannaeyja en verði ekki nýtt til atvinnuuppbyggingar í nærumhverfi orkuframleiðslunnar?“ skrifar Haraldur.
Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umhverfismál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira