Slagsmál brutust út meðal þingmanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2024 09:59 Tveir þingmenn leituðu sér læknisaðstoðar eftir slagsmálin. Getty/Mustafa Istemi Slagsmál brutust út meðal þingmanna á tyrkneska þinginu í gær þegar deilt var um fangelsaðan þingmann stjórnarandstöðunnar sem sviptur var umboði sínu fyrr á árinu. Tveir særðust og var þingfundi frestað en var hann settur á nýjan leik skömmu síðar og var tillaga um að veita lögmanninum og aðgerðarsinnanum Can Atalay umboð sitt aftur felld. Atalay hlaut kjör til þingsins eftir að hafa rekið kosningabaráttu úr fangelsi. Þingmaður Verkamannaflokks Tyrklands fordæmdi meðferð ríkisstjórnarinnar á Atalay úr ræðustól þegar Alpay Ozalan, þingmaður AKP, flokks Recep Tayyip Erdoğans, veittist að honum. A fistfight broke out in Turkey's parliament when an opposition deputy was attacked after calling for his colleague, jailed on charges of organizing anti-government protests but since elected an MP, to be admitted to the assembly https://t.co/M4NyyclfD2 pic.twitter.com/oCrNamNwCq— Reuters (@Reuters) August 16, 2024 „Það er ekki furða að þið skulið kalla Atalay hryðjuverkamenn,“ hefur Guardian eftir Ahmet Sik, þingmanni Verkamannaflokksins í pontu. „En allir borgarar ættu að vita að mestu hryðjuverkamenn þessa lands eru þeir sem sitja á þessum bekkjum,“ sagði hann þá og átti við þingmenn ríkisstjórnarinnar. Illa var tekið í þessi ummæli hans og gekk Alpay Ozalan að Sik ásamt hópi þingmanna AKP og hrinti honum úr pontu og niður á gólfið. Þar sem Sik lá á gólfinu var hann ítrekað kýldur af þingmönnum ríkisstjórnarinnar og tugir tóku þátt í slagsmálunum sem brutust út. Í kjölfar handalögmálanna þurftu tveir þingmenn að leita sér læknisaðstoðar vegna eymsla í höfði. Can Atalay var sviptur þingsæti sínu í janúar en hann var dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að standa að umfangsmiklum mótmælum gegn ríkisstjórn Erdoğans í Istanbúl árið 2013. Tyrkland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Tveir særðust og var þingfundi frestað en var hann settur á nýjan leik skömmu síðar og var tillaga um að veita lögmanninum og aðgerðarsinnanum Can Atalay umboð sitt aftur felld. Atalay hlaut kjör til þingsins eftir að hafa rekið kosningabaráttu úr fangelsi. Þingmaður Verkamannaflokks Tyrklands fordæmdi meðferð ríkisstjórnarinnar á Atalay úr ræðustól þegar Alpay Ozalan, þingmaður AKP, flokks Recep Tayyip Erdoğans, veittist að honum. A fistfight broke out in Turkey's parliament when an opposition deputy was attacked after calling for his colleague, jailed on charges of organizing anti-government protests but since elected an MP, to be admitted to the assembly https://t.co/M4NyyclfD2 pic.twitter.com/oCrNamNwCq— Reuters (@Reuters) August 16, 2024 „Það er ekki furða að þið skulið kalla Atalay hryðjuverkamenn,“ hefur Guardian eftir Ahmet Sik, þingmanni Verkamannaflokksins í pontu. „En allir borgarar ættu að vita að mestu hryðjuverkamenn þessa lands eru þeir sem sitja á þessum bekkjum,“ sagði hann þá og átti við þingmenn ríkisstjórnarinnar. Illa var tekið í þessi ummæli hans og gekk Alpay Ozalan að Sik ásamt hópi þingmanna AKP og hrinti honum úr pontu og niður á gólfið. Þar sem Sik lá á gólfinu var hann ítrekað kýldur af þingmönnum ríkisstjórnarinnar og tugir tóku þátt í slagsmálunum sem brutust út. Í kjölfar handalögmálanna þurftu tveir þingmenn að leita sér læknisaðstoðar vegna eymsla í höfði. Can Atalay var sviptur þingsæti sínu í janúar en hann var dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að standa að umfangsmiklum mótmælum gegn ríkisstjórn Erdoğans í Istanbúl árið 2013.
Tyrkland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira