„Sorgin er fylgifiskur framtíðar minnar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 07:02 Jón Gunnar Geirdal sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. „Ég græt þegar minningarnar um Ölmu systur hellast yfir mig og sorgin bankar. En það varir aldrei lengi því það er stutt í brosið yfir öllu því stórkostlega sem hún gaf mér,“ segir hugmynda- og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gunnar Geirdal sem missti systur sína eftir tveggja ára baráttu við krabbamein árið 2020. Jón Gunnar er kvæntur, á fjögur börn og lítur þakklætis augum á lífið. Jón Gunnar, sem er jafntfram kallaður plöggari Ísland, byrjaði feril sinn í tengslum við fjölmiðla og starfaði sem útvarpsmaður lengi vel. Undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að sjónvarps- og dagskrárgerð og kveðst þakklátur þeim tækifærum að fá að framleiða sjónvarsþætti út frá eigin hugmyndum, sem hann segir vera mikil forréttindi. Jón Gunnar Geirdal Jón Gunnar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu árið 2020. Þar ræddi hann meðal annars um feril sinn í fjölmiðlum, starfið sem plöggari, frasana sem hann hefur verið að vinna með í mörg ár, sjónvarpsþáttagerð, föðurhlutverkið og ástina. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Jón Gunnar sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Aldur? 49 ára, fimmtugur 3.október n.k. Starf? Hugmyndasmiður hjá Ysland og framleiðslufyrirtækinu Kontent sem ég stofnaði ásamt þremur öðrum í fyrra. Fjölskylduhagir? Giftur Fjólu Katrínu Steinsdóttur, sálfræðingi. Með hverjum býrðu? Ég bý með Fjólu og tveimur sonum okkar, Jökli Ægi 9 ára og Matthíasi Maroni 4 ára. Eldri börnin mín tvö, María og Óðinn, eru svo sem betur fer dugleg að heimsækja pabba sinn í mat og spjall. Hvað er á döfinni? Það er allskonar skemmtilegt. Ég er á fullu að vinna með vinum mínum í Coke að ótrúlega spennandi verkefnum fyrir þeirra öflugu vörumerki. Kontent megin er svo Sigursteinn Másson að undirbúa næstu sex Íslensk sakamál þætti, þrír ungir og æðislegir leikarar eru að þróa með okkur sjúklega skemmtilegu gamanseríuna 20 og eitthvað og svo erum við að þróa og skrifa fjölda annarra spennandi verkefna. Showrunner námið mitt heldur svo áfram í haust með evrópskum kollegum og svo bara dásamleg rútínan handan við hornið. Þín mesta gæfa í lífinu? Hið augljósa er auðvitað konan og börnin. Sömuleiðis heilsan sem ég er daglega þakklátur fyrir, dásamleg stórfjölskyldan og litríkur vinahópurinn. En ég er líka ótrúlega þakklátur fyrir tækifærin sem gerðu mér loksins kleift að skrifa, þróa og framleiða mínar eigin hugmyndir af sjónvarpsþáttum, svo sannarlega forréttindi. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi að sinna Kontent starfinu 100% í þróun og skrifum á umfangsmiklum sjónvarps-og kvikmynda verkefnum því það er það skemmtilegasta sem ég geri. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Alltof mikið og allskonar. Að safna minningum með mínu uppáhalds fólki er mér afar dýrmætt. Ertu með einhvern bucket-lista? Alls ekki, en þrái að eignast kofa við sjóinn og er að secreta það út í kosmósið. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Við erum öll í ræsinu en sum okkar eru að horfa á stjörnurnar,“ tilvitnun sem kemur frá Oscar Wilde sem mér finnst skemmtilega kaldhæðin en á sama tíma lýsandi fyrir það að elta draumana sína. Hvað hefur mótað þig mest? Að verða faðir fjögurra stórkostlegra barna er klárlega það sem hefur mótað mig langmest og sterkast. Það að hafa verið alinn upp af fjórum sterkum konum; móður minni og þremur systrum. Sömuleiðis hafði fráfall Ölmu systur mikil áhrif á mig og sorgin sem er fylgifiskur framtíðar minnar. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég byrja dagana í sundi, orðinn fíkill í heitt og kalt rútínuna sem gefur mér tóninn fyrir daginn. Einnig elska ég náttúruhlaup og fjallaklifur þeas Helgafellið er mitt uppáhald enda hin fullkomna orkuhleðsla. Bumbuboltinn í Sporthúsinu er sömuleiðis í miklu uppáhaldi. Uppskrift að drauma sunnudegi? Notalegur morgun með fjölskyldunni í sófanum, fjöruferð, sund og svo í sunnudagsmat til mömmu að hitta allt uppáhalds fólkið mitt. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Borðstofuborðið þar sem fjölskyldan borðar, spjallar, litar, pússlar og spilar er í miklu uppáhaldi. Fallegasti staður á landinu? Galtarviti fyrir vestan í síma-og rafmagnsleysi. Við hjónin fórum í ógleymanlega ferð þangað í frábærum félagsskap og eigum við dásamlegar minningar þaðan og langar mikið að heimsækja þennan magnaða stað aftur með börnunum. En í heiminum? Barcelona þykir mér afskaplega falleg, elska Gaudi arkitektúrinn og Sagrada familia stórfengleg. Cinque Terre á Ítalíu heillaði mig líka mikið og hlakka ég til að fara þangað aftur. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Nýt mín í dýrmætri þögninni þangað til fyrsta „Pabbi!“ kall dagsins kemur en þá hefst dagurinn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Kyssi konuna og þakka fyrir allt mitt. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Náttúruhlaup, heitt og kalt, bumbubolti og reyni svo að hafa mataræðið í lagi og berjast gegn bragðarefs-lönguninni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í fótbolta en getan því miður takmörkuð, kokkur á einhverjum tímapunkti en endaði sem betur fer í allskonar. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Man ekki nákvæmlega en ég græt þegar minningarnar um Ölmu systir hellast yfir mig og sorgin bankar. En það varir aldrei lengi því það er stutt í brosið yfir öllu því stórkostlega sem hún gaf mér. Ertu A eða B týpa? Einhvers konar kokteill af báðum held ég. Hvaða tungumál talarðu? Ensku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Mér finnst ég frábær kokkur en afskaplega lítil leynd yfir því samt. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir?Væri ekki gaman að geta flogið? Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Sækir þú Matthías?“ Draumabíllinn þinn? Vintage Land Rover - lagður fyrir utan kofann minn við sjóinn. Hælar eða strigaskór? Alltaf hælar. Takk. Fyrsti kossinn? Hann var örugglega magnaður en ég man bara ekki eftir honum. Óttastu eitthvað? Að eitthvað komi fyrir börnin mín. Stöðugur ótti foreldra. Hvað ertu að hámhorfa á? Yellowstone, Better Call Saul, Boys, Bear og Presumed Innocent. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Það er heill hellingur en Fred Again er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og eldri börnunum undanfarin ár. Ef ég þarf að velja eitt þá væri það Marea, we´ve lost dancing. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Sorg Ástin og lífið Tengdar fréttir „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03 „Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01 Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Jón Gunnar, sem er jafntfram kallaður plöggari Ísland, byrjaði feril sinn í tengslum við fjölmiðla og starfaði sem útvarpsmaður lengi vel. Undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að sjónvarps- og dagskrárgerð og kveðst þakklátur þeim tækifærum að fá að framleiða sjónvarsþætti út frá eigin hugmyndum, sem hann segir vera mikil forréttindi. Jón Gunnar Geirdal Jón Gunnar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu árið 2020. Þar ræddi hann meðal annars um feril sinn í fjölmiðlum, starfið sem plöggari, frasana sem hann hefur verið að vinna með í mörg ár, sjónvarpsþáttagerð, föðurhlutverkið og ástina. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Jón Gunnar sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Aldur? 49 ára, fimmtugur 3.október n.k. Starf? Hugmyndasmiður hjá Ysland og framleiðslufyrirtækinu Kontent sem ég stofnaði ásamt þremur öðrum í fyrra. Fjölskylduhagir? Giftur Fjólu Katrínu Steinsdóttur, sálfræðingi. Með hverjum býrðu? Ég bý með Fjólu og tveimur sonum okkar, Jökli Ægi 9 ára og Matthíasi Maroni 4 ára. Eldri börnin mín tvö, María og Óðinn, eru svo sem betur fer dugleg að heimsækja pabba sinn í mat og spjall. Hvað er á döfinni? Það er allskonar skemmtilegt. Ég er á fullu að vinna með vinum mínum í Coke að ótrúlega spennandi verkefnum fyrir þeirra öflugu vörumerki. Kontent megin er svo Sigursteinn Másson að undirbúa næstu sex Íslensk sakamál þætti, þrír ungir og æðislegir leikarar eru að þróa með okkur sjúklega skemmtilegu gamanseríuna 20 og eitthvað og svo erum við að þróa og skrifa fjölda annarra spennandi verkefna. Showrunner námið mitt heldur svo áfram í haust með evrópskum kollegum og svo bara dásamleg rútínan handan við hornið. Þín mesta gæfa í lífinu? Hið augljósa er auðvitað konan og börnin. Sömuleiðis heilsan sem ég er daglega þakklátur fyrir, dásamleg stórfjölskyldan og litríkur vinahópurinn. En ég er líka ótrúlega þakklátur fyrir tækifærin sem gerðu mér loksins kleift að skrifa, þróa og framleiða mínar eigin hugmyndir af sjónvarpsþáttum, svo sannarlega forréttindi. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi að sinna Kontent starfinu 100% í þróun og skrifum á umfangsmiklum sjónvarps-og kvikmynda verkefnum því það er það skemmtilegasta sem ég geri. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Alltof mikið og allskonar. Að safna minningum með mínu uppáhalds fólki er mér afar dýrmætt. Ertu með einhvern bucket-lista? Alls ekki, en þrái að eignast kofa við sjóinn og er að secreta það út í kosmósið. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Við erum öll í ræsinu en sum okkar eru að horfa á stjörnurnar,“ tilvitnun sem kemur frá Oscar Wilde sem mér finnst skemmtilega kaldhæðin en á sama tíma lýsandi fyrir það að elta draumana sína. Hvað hefur mótað þig mest? Að verða faðir fjögurra stórkostlegra barna er klárlega það sem hefur mótað mig langmest og sterkast. Það að hafa verið alinn upp af fjórum sterkum konum; móður minni og þremur systrum. Sömuleiðis hafði fráfall Ölmu systur mikil áhrif á mig og sorgin sem er fylgifiskur framtíðar minnar. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég byrja dagana í sundi, orðinn fíkill í heitt og kalt rútínuna sem gefur mér tóninn fyrir daginn. Einnig elska ég náttúruhlaup og fjallaklifur þeas Helgafellið er mitt uppáhald enda hin fullkomna orkuhleðsla. Bumbuboltinn í Sporthúsinu er sömuleiðis í miklu uppáhaldi. Uppskrift að drauma sunnudegi? Notalegur morgun með fjölskyldunni í sófanum, fjöruferð, sund og svo í sunnudagsmat til mömmu að hitta allt uppáhalds fólkið mitt. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Borðstofuborðið þar sem fjölskyldan borðar, spjallar, litar, pússlar og spilar er í miklu uppáhaldi. Fallegasti staður á landinu? Galtarviti fyrir vestan í síma-og rafmagnsleysi. Við hjónin fórum í ógleymanlega ferð þangað í frábærum félagsskap og eigum við dásamlegar minningar þaðan og langar mikið að heimsækja þennan magnaða stað aftur með börnunum. En í heiminum? Barcelona þykir mér afskaplega falleg, elska Gaudi arkitektúrinn og Sagrada familia stórfengleg. Cinque Terre á Ítalíu heillaði mig líka mikið og hlakka ég til að fara þangað aftur. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Nýt mín í dýrmætri þögninni þangað til fyrsta „Pabbi!“ kall dagsins kemur en þá hefst dagurinn. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Kyssi konuna og þakka fyrir allt mitt. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Náttúruhlaup, heitt og kalt, bumbubolti og reyni svo að hafa mataræðið í lagi og berjast gegn bragðarefs-lönguninni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í fótbolta en getan því miður takmörkuð, kokkur á einhverjum tímapunkti en endaði sem betur fer í allskonar. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Man ekki nákvæmlega en ég græt þegar minningarnar um Ölmu systir hellast yfir mig og sorgin bankar. En það varir aldrei lengi því það er stutt í brosið yfir öllu því stórkostlega sem hún gaf mér. Ertu A eða B týpa? Einhvers konar kokteill af báðum held ég. Hvaða tungumál talarðu? Ensku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Mér finnst ég frábær kokkur en afskaplega lítil leynd yfir því samt. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir?Væri ekki gaman að geta flogið? Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Sækir þú Matthías?“ Draumabíllinn þinn? Vintage Land Rover - lagður fyrir utan kofann minn við sjóinn. Hælar eða strigaskór? Alltaf hælar. Takk. Fyrsti kossinn? Hann var örugglega magnaður en ég man bara ekki eftir honum. Óttastu eitthvað? Að eitthvað komi fyrir börnin mín. Stöðugur ótti foreldra. Hvað ertu að hámhorfa á? Yellowstone, Better Call Saul, Boys, Bear og Presumed Innocent. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Það er heill hellingur en Fred Again er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og eldri börnunum undanfarin ár. Ef ég þarf að velja eitt þá væri það Marea, we´ve lost dancing. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Sorg Ástin og lífið Tengdar fréttir „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03 „Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01 Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03
„Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01
Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44
„Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03