„Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjarlægðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:36 Guðrún Karls Helgudóttir var kjörin biskup í maí síðastliðnum. vísir/vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar. Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“ Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“
Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira