„Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjarlægðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:36 Guðrún Karls Helgudóttir var kjörin biskup í maí síðastliðnum. vísir/vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar. Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“ Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“
Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira