Fertug Fríða er alls ekki hætt Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 23:15 Selfyssingar fögnuðu vel í kvöld enda þarf liðið nauðsynlega á stigum að halda í fallbaráttu Lengjudeildarinnar. Instagram/@selfossfotbolti Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ekki hætt í fótbolta og hún skoraði í mikilvægum sigri Selfyssinga í Lengjudeildinni í fótbolta í kvöld. Hólmfríður lagði takkaskóna á hilluna árið 2021 en hætti reyndar snarlega við og hefur spilað nokkra leiki síðan þá, en ekki skorað mark fyrr en í Mosfellsbæ í kvöld. Hún veiktist alvarlega í janúar í fyrra og spilaði engan fótbolta það ár en tekur nú slaginn með Selfossi í Lengjudeildinni og hefur komið við sögu í níu leikjum í sumar. Hólmfríður kom inn á 20 mínútum fyrir leikslok gegn Aftureldingu í kvöld, í stöðunni 1-1, og eftir að Katrín Ágústsdóttir hafði komið Selfossi yfir þá innsiglaði Hólmfríður 3-1 sigurinn á 82. mínútu. Þess má geta að Katrín er 21 ári yngri en Hólmfríður, sem brátt verður fertug. Þetta var aðeins þriðji sigur Selfyssinga í sumar og liðið er enn í fallsæti, þremur stigum á eftir Grindavík sem vann 4-0 sigur á botnliði ÍR, þar sem Jada Lenise Colbert skoraði þrennu. Dýrmætur sigur Fram í Eyjum Fram vann afar dýrmætan 2-1 útisigur gegn ÍBV í baráttunni um að fylgja FHL upp í Bestu deildina. Framarar eru því með 25 stig líkt og Grótta í 2.-3. sæti en ÍBV og ÍA eru með 22 stig. Grótta á leik til góða við FHL á laugardaginn. Emma Björt Arnarsdóttir og Birna Kristín Eiríksdóttir skoruðu mörk Framara í Eyjum í kvöld en Ágústa María Valtýsdóttir mark ÍBV. Skagakonur töpuðu 3-1 fyrir HK í Kórnum og misstu því af mikilvægum stigum í baráttunni um að komast upp. Þar með er HK komið með 21 stig í 6. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu. Lengjudeild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Hólmfríður lagði takkaskóna á hilluna árið 2021 en hætti reyndar snarlega við og hefur spilað nokkra leiki síðan þá, en ekki skorað mark fyrr en í Mosfellsbæ í kvöld. Hún veiktist alvarlega í janúar í fyrra og spilaði engan fótbolta það ár en tekur nú slaginn með Selfossi í Lengjudeildinni og hefur komið við sögu í níu leikjum í sumar. Hólmfríður kom inn á 20 mínútum fyrir leikslok gegn Aftureldingu í kvöld, í stöðunni 1-1, og eftir að Katrín Ágústsdóttir hafði komið Selfossi yfir þá innsiglaði Hólmfríður 3-1 sigurinn á 82. mínútu. Þess má geta að Katrín er 21 ári yngri en Hólmfríður, sem brátt verður fertug. Þetta var aðeins þriðji sigur Selfyssinga í sumar og liðið er enn í fallsæti, þremur stigum á eftir Grindavík sem vann 4-0 sigur á botnliði ÍR, þar sem Jada Lenise Colbert skoraði þrennu. Dýrmætur sigur Fram í Eyjum Fram vann afar dýrmætan 2-1 útisigur gegn ÍBV í baráttunni um að fylgja FHL upp í Bestu deildina. Framarar eru því með 25 stig líkt og Grótta í 2.-3. sæti en ÍBV og ÍA eru með 22 stig. Grótta á leik til góða við FHL á laugardaginn. Emma Björt Arnarsdóttir og Birna Kristín Eiríksdóttir skoruðu mörk Framara í Eyjum í kvöld en Ágústa María Valtýsdóttir mark ÍBV. Skagakonur töpuðu 3-1 fyrir HK í Kórnum og misstu því af mikilvægum stigum í baráttunni um að komast upp. Þar með er HK komið með 21 stig í 6. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu.
Lengjudeild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira