Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:16 Hér má sjá álftarungann með foreldrum sínum í vor. Vísir/Jóhann Óli Hilmarsson Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“ Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“
Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira