Þrefaldur meistari stefnir á atvinnumennsku: „Langar að fara á LPGA í Bandaríkjunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 09:31 vísir / ívar Hulda Clara Gestsdóttir átti sannkallað draumasumar. Bráðlega heldur hún út á síðasta árið í háskóla, eftir það er stefnan sett á atvinnumennsku. Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Fór á fyrsta golfnámskeiðið fimm ára Við hittum Huldu þar sem ferill hennar hófst þegar hún var aðeins fimm ára gömul, á velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hún hefur verið þar við æfingar á sumrin en eytt síðustu þremur vetrum í háskóla í Denver. Þetta sumar hefur verið Huldu alveg einstaklega gott. Hún varð Íslandsmeistari, vann Hvaleyrarbikarinn og tryggði sér um leið stigameistaratitil Golfsambandsins. „Þetta er bara búið að vera alveg ógeðslega gaman, öllum markmiðum náð. Mjög skemmtilegt þegar maður nær því og markmiðið er auðvitað alltaf að verða Íslandsmeistari á hverju sumri, það var toppurinn á sumrinu.“ Íslandsmeistari, einn af þremur titlum Huldu. Fletta má til að sjá fleiri myndir. golfsamband ÍslandsHvaleyrarbikarinn í höfn. golfsamband Íslandsog stigameistaratitill Golfsambandsins. golfsamband Íslands Síðasta skólaárið Að næsta skólaári loknu verður Hulda útskrifuð úr viðskiptagreiningu. Hún segir síðustu þrjá ár í háskólanum í Denver hafa gert sér gríðarlega gott. „Þetta er eiginlega bara nauðsynlegt finnst mér. Sérstaklega þegar tímabilið er svona stutt á Íslandi, bara fjórir mánuðir eða svo sem við getum spilað hérna úti. Það eru mikil gæði að geta spilað alveg tíu mánuði í staðinn fyrir þessa fjóra.“ View this post on Instagram A post shared by The Summit League (@thesummitleague) LPGA er draumurinn Stefnan eftir útskrift er sett á atvinnumennsku og hún ætlar að skrá sig til leiks í úrtökumóti, eða svokölluðum Qualifying School. „Mig langar að fara á LPGA [mótaröðina] í Bandaríkjunum, þannig að ég ætla að byrja á því að fara í Q School. Sjá hvort ég komist inn eða ekki. Ef ekki, þá reyni ég við Evróputúrinn, svo reyni ég aftur á næsta ári við Bandaríkin.“ Að lokum sýndi Hulda svo meistarasveifluna sem skilaði titlunum þremur í sumar. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Golf Íslandsmótið í golfi Golfvellir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira