Nýfæddir tvíburar létust í sprengjuárás á meðan faðirinn brá sér frá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 23:31 Palestínski faðirinn syrgir dauða barna sinna með fæðiingarvottorðin í höndum sínum. Ap/Abdel Kareem Hana Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira