Nýfæddir tvíburar létust í sprengjuárás á meðan faðirinn brá sér frá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 23:31 Palestínski faðirinn syrgir dauða barna sinna með fæðiingarvottorðin í höndum sínum. Ap/Abdel Kareem Hana Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira