Rændur á flugvelli eftir bronsið á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 21:46 Hideki Matsuyama með hinum verðlaunahöfunum í golfi karla á Ólympíuleikunum í ár, þeim Scottie Scheffler sem vann gull og Tommy Fleetwood sem vann silfur. Getty/James Gilbert Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, kylfusveinn hans og þjálfari urðu fyrir því óláni að vera rændir á flugvelli í Lundúnum, á leið sinni í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar í dag og segja að veski Matsuyama hafi verið stolið, auk þess sem vegabréfum og vegabréfsáritunum var stolið af kylfusveini hans, Shota Hayato, og þjálfaranum Mikihito Kuromiya. Málið veldur þar af leiðandi umtalsverðum vandræðum fyrir þríeykið því þeir Hayato og Kuromiya urðu að snúa heim til Japans til þess að fá ný vegabréf. Samkvæmt frétt Reuters munu þeir í besta falli fá að koma til Bandaríkjanna í lok þessa mánaðar þegar lokamót PGA-úrslitakeppninnar, eða FedEx-bikarsins, fer fram í Atlanta. „Það er möguleiki á að þeir komist þangað en við verðum að fara inn í þetta með það í huga að líkurnar séu nálægt núlli,“ sagði Matsuyama við Golf Digest. Japaninn átti góðu gengi að fagna á nýafstöðnum Ólympíuleikum þar sem hann vann til bronsverðlauna. Hann er í 12. sæti heimslistans. Matsuyama æfði á TPC Southwind golfsvæðinu í Memphis í dag og þar á hann að spila næstu daga. Efstu fimmtíu kylfingarnir komast áfram á BMW meistaramótið í Colorado sem fram fer 22.-25. ágúst, og þaðan fara svo þrjátíu bestu kylfingarnir á lokamótið í Atlanta. Golf Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar í dag og segja að veski Matsuyama hafi verið stolið, auk þess sem vegabréfum og vegabréfsáritunum var stolið af kylfusveini hans, Shota Hayato, og þjálfaranum Mikihito Kuromiya. Málið veldur þar af leiðandi umtalsverðum vandræðum fyrir þríeykið því þeir Hayato og Kuromiya urðu að snúa heim til Japans til þess að fá ný vegabréf. Samkvæmt frétt Reuters munu þeir í besta falli fá að koma til Bandaríkjanna í lok þessa mánaðar þegar lokamót PGA-úrslitakeppninnar, eða FedEx-bikarsins, fer fram í Atlanta. „Það er möguleiki á að þeir komist þangað en við verðum að fara inn í þetta með það í huga að líkurnar séu nálægt núlli,“ sagði Matsuyama við Golf Digest. Japaninn átti góðu gengi að fagna á nýafstöðnum Ólympíuleikum þar sem hann vann til bronsverðlauna. Hann er í 12. sæti heimslistans. Matsuyama æfði á TPC Southwind golfsvæðinu í Memphis í dag og þar á hann að spila næstu daga. Efstu fimmtíu kylfingarnir komast áfram á BMW meistaramótið í Colorado sem fram fer 22.-25. ágúst, og þaðan fara svo þrjátíu bestu kylfingarnir á lokamótið í Atlanta.
Golf Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira