Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2024 21:00 Magnús Valdimarsson er oftast þekktur sem Maggi Mix. Vísir/Arnar Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi. Tónlist Gervigreind Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira
Magnús Valdimarsson, betur þekktur sem Maggi Mix, hefur verið iðinn við kolann síðustu mánuði og með aðstoð gervigreindar gefið út 187 lög á rúmum fimm mánuðum. Textinn er skrifaður af Magga sjálfum en gervigreind sér um að semja tónlistina og syngja lagið sem fer svo beint á helstu streymisveitur. „Þetta er ekkert að koma í staðinn fyrir alvöru tónlistarmann. Ég get ekki stjórnað hver syngur, ég get ekki stjórnað gæðunum. Stundum kemur lagið rosalega hátt eða lágt. Þetta er bara rosalega gaman og skemmtilegt. Ég hlusta á lögin. Ég man þegar ein spurði mig hvort einhver væri að hlusta. Ég svaraði að ég væri að því. Mér finnst þetta gaman,“ segir Maggi. Textarnir fjalla oftast um það sem honum er efst í huga á hverri stundu. Gervigreindin lærir svo að syngja á íslensku betur og betur með hverju lagi. Hann samdi eitt lag fyrir okkur til að sýna ferlið. „Hvað ætla ég að hafa lagið um? Hvað vil ég hafa lagið um? Ég hef undanfarið farið að gera ástarlög, við skulum bara gera eitt ástarlag,“ segir Maggi áður en hann skrifar texta fyrir lagið og setur inn í gervigreindarforritið Suno. Og fimm mínútum síðar er lagið tilbúið og má hlusta á það í klippunni í fréttinni. Sé hann ekki sáttur með lagið fer það beinustu leið í ruslið. „Útgáfan er kannski ekki nógu góð. Ég er það klár í þessu að ef ég fíla ekki fyrsta sem ég heyri, bara ef ég er ekki að fíla fyrstu sekúndurnar, þá bara nei takk. Svo líka, ef mér lýst vel á þessa útgáfu sem kemur núna en ég gerði stafsetningarvillu og vil laga það, þá get ég ekki notað sömu útgáfuna. Ég þarf alltaf að búa til nýja útgáfu af laginu,“ segir Maggi.
Tónlist Gervigreind Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira