KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 14:06 Áhorfendur og leikmenn voru mættir í Kórinn síðasta fimmtudag en ekkert varð af leiknum. Vísir/VPE KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. Mótanefnd KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn og stendur til að hann fari fram í Kórnum eftir níu daga, fimmtudagskvöldið 22. ágúst, tveimur vikum eftir upphaflegan leikdag. Þar með er þó ekki víst að leikurinn fari yfirhöfuð fram. KR-ingar sendu erindi til stjórnar KSÍ vegna þessarar ákvörðunar mótanefndar, og vilja þannig setja það í hendur stjórnar að ákveða hvort að málinu yrði vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Stjórn KSÍ þarf því að taka stóra ákvörðun í dag því hinn kostur hennar er að standa við ákvörðun mótanefndar, telji hún að ekki beri að refsa HK fyrir að ekki skyldi hægt að spila. Leikmenn og stuðningsmenn HK og KR voru mættir í Kórinn á fimmtudaginn í síðustu viku, þegar í ljós kom að annað markið í Kórnum væri brotið. Ekki var hægt að bregðast við því í tæka tíð og leikurinn því ekki spilaður. Framkvæmdir höfðu staðið yfir í Kórnum og þar verið lagt nýtt gervigras. Ef að stjórn KSÍ ákveður á fundinum í dag að standa við ákvörðun mótanefndar þá eiga KR-ingar kost á að kæra þá ákvörðun til aganefndar KSÍ. Fari málið til aganefndar er ljóst að hún þyrfti að koma saman sem fyrst til að fá niðurstöðu í málið, enda hugsanlegt að ákvörðun hennar verði svo áfrýjað og aðeins níu dagar til stefnu miðað við tilkynningu mótanefndar í dag. Ljóst er að málið gæti haft mikil áhrif á fallbaráttuna í Bestu deild karla. HK er sem stendur í fallsæti með 14 stig en KR er með 18 stig eftir sigur sinn á FH í gærkvöld. Verði KR dæmdur 3-0 sigur yrði munurinn á liðunum því sjö stig en fari leikurinn fram gefst HK tækifæri til að komast ansi nálægt KR. Besta deild karla HK KR Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Mótanefnd KSÍ tilkynnti í dag að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn og stendur til að hann fari fram í Kórnum eftir níu daga, fimmtudagskvöldið 22. ágúst, tveimur vikum eftir upphaflegan leikdag. Þar með er þó ekki víst að leikurinn fari yfirhöfuð fram. KR-ingar sendu erindi til stjórnar KSÍ vegna þessarar ákvörðunar mótanefndar, og vilja þannig setja það í hendur stjórnar að ákveða hvort að málinu yrði vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Stjórn KSÍ þarf því að taka stóra ákvörðun í dag því hinn kostur hennar er að standa við ákvörðun mótanefndar, telji hún að ekki beri að refsa HK fyrir að ekki skyldi hægt að spila. Leikmenn og stuðningsmenn HK og KR voru mættir í Kórinn á fimmtudaginn í síðustu viku, þegar í ljós kom að annað markið í Kórnum væri brotið. Ekki var hægt að bregðast við því í tæka tíð og leikurinn því ekki spilaður. Framkvæmdir höfðu staðið yfir í Kórnum og þar verið lagt nýtt gervigras. Ef að stjórn KSÍ ákveður á fundinum í dag að standa við ákvörðun mótanefndar þá eiga KR-ingar kost á að kæra þá ákvörðun til aganefndar KSÍ. Fari málið til aganefndar er ljóst að hún þyrfti að koma saman sem fyrst til að fá niðurstöðu í málið, enda hugsanlegt að ákvörðun hennar verði svo áfrýjað og aðeins níu dagar til stefnu miðað við tilkynningu mótanefndar í dag. Ljóst er að málið gæti haft mikil áhrif á fallbaráttuna í Bestu deild karla. HK er sem stendur í fallsæti með 14 stig en KR er með 18 stig eftir sigur sinn á FH í gærkvöld. Verði KR dæmdur 3-0 sigur yrði munurinn á liðunum því sjö stig en fari leikurinn fram gefst HK tækifæri til að komast ansi nálægt KR.
Besta deild karla HK KR Tengdar fréttir Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31