Sigmundur yrði líklega skutlaður af Kristjáni Loftssyni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 10:09 Sigmundur er hvergi banginn og lætur ákúrur samstarfsfélaga síns ekki á sig fá. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er byrjaður í megrunarátaki. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir ófyrirleitinn brandara samstarfsfélaga og stefnir á að prófa sjósund. Hann segist hræddur við nálar og því eigi megrunarlyf ekki við hann. „Ég er aftur byrjaður í átaki og ekki veitti af. Ég á það til að bæta töluvert á mig, missti þrjátíu kíló fyrir nokkru en svo komu tuttugu aftur. Nú er ég aftur að byrja og ég var náttúrulega búinn að fá ákúru hjá einum manni í þingflokknum fyrir að vera of feitur. Og sá er ekkert vaxinn eins og maraþonhlaupari,“ segir Sigmundur í gríni í samtali við Vísi. Fengið margar áskoranir um sjósund Færsla Sigmundar á Facebook um átakið hefur vakið mikla athygli. Þar fer Sigmundur á kostum, ræðir átakið á léttum nótum og segist meðal annars ætla að prófa sjósund. „Ónefndur maður í þingflokknum varaði mig við því að gera það. Hann sagði að þá myndi Kristján Loftsson líklega skutla mig,“ skrifar Sigmundur í færslunni sem þykir meiriháttar fyndin. „Nú væri gott að hafa strangari lög um hatursorðræðu.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.Vísir/Vilhelm Eins og alþjóð veit er Miðflokkurinn tveggja manna þingflokkur um þessar mundir þó flokkurinn mælist sá þriðji stærsti í skoðanakönnunum. Því kemur einungis einn til greina, Bergþór Ólason samstarfsmaður Sigmundar og annar þingmaður Miðflokksins. „Síðan kom ég með þessa hugmynd um að láta loksins verða af því að fara í sjósund. Ég hef fengið margar áskoranir frá fólki, sem er alveg háð sjósundinu,“ útskýrir Sigmundur. Tal hans og Bergþórs hafi borist að þessu átaki. „Svo segi ég honum frá þessu. Hann hugsar sig ekkert um. Segir mér bara að gera það ekki!“ segir Sigmundur á léttu nótunum. Til í að vera friðaður Færsla Sigmundar um óprúttinn húmor samstarfsfélaga síns á þingi fær ýmsa til að leggja orð í belg. Þar á meðal kollega þeirra Jakobs Frímanns Magnússonar þingmanns Flokks fólksins. Hann segir að Sigmundar yrði sárt saknað ef svo illa færi að hann yrði skutlaður. „Ég læt nú tafarlaust tæma allt loft úr loftbyssum Kristjáns Loftssonar og fel síðan Hjálpræðishernum að standa um þig dyggan võrð hér eftir, því síst megum við fylgjendur skops og skerpu á þingi við neinum atgervismissi á þessum viðsjárverðu tímum!“ Sigmundur segist ánægður með stuðninginn. „Það var gaman að sjá þennan mikla stuðning, meðal annars frá Jakobi. Ég er alveg til í að vera friðaður.“ Bergþór þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann heyrði af sjósundspælingum Sigmundar.Vísir/Vilhelm Mataræðið verði að fylgja Sigmundur segist þó hvergi banginn þrátt fyrir grínið. Hann ætli út að labba, borða meira kjöt og sleppa kolvetnum. Aðalatriðið segir Sigmundur þó að sé mataræðið. „Það er mikilvægt að hreyfa sig, það þarf að gera en maður léttist ekki öðruvísi en að taka á mataræðinu. Ég er mikill kolvetnafíkill sem er ekki til þess fallið að hjálpa,“ útskýrir Sigmundur. Hann segir aðalatriðið að borða sem minnst. Kjöt og grænmeti. Þetta sé spurning um aga og segir Sigmundur að það hafi aldrei virkað vel fyrir hann að vera með undanþágur. „Þá hefst þetta allt og getur gerst á tiltölulega skömmum tíma. Nú gilda bara ákveðnar reglur og sleppa nammidögum. Þá er fljótt hvetjandi að sjá kílóin fara. Það heldur manni gangandi. Ef maður breytir mataræðinu þá getur þetta gerst býsna hratt.“ Hræddur við nálar Sigmundur segist ekki hafa íhugað alvarlega að prófa megrunarlyf, líkt og Ozempic. „Mér skilst að maður þurfi að sprauta sig með því. Ég er hræddur við nálar.“ Hann segist þó auðvitað hafa velt því fyrir sér. Það sé líklega ekki eitthvað sem henti honum. „En þetta er örugglega mjög gott fyrir þá sem hafa verið lengi í vanda. Það er ekki mjög gaman að vera feitur, það er örugglega hollara að taka lyf.“ Sigmundur segir að þingveturinn leggist mjög vel í sig. Það verði áhugavert að sjá hvernig þingstörf fara fram. „Ríkisstjórnin fellur ekki strax, fellur ekki fyrr en landsþing VG fer fram. VG pínir Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn lætur það yfir sig ganga. Svo mun einhver flokkanna velja rétta tilefnið til að slíta þessu.“ Grín og gaman Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Ég er aftur byrjaður í átaki og ekki veitti af. Ég á það til að bæta töluvert á mig, missti þrjátíu kíló fyrir nokkru en svo komu tuttugu aftur. Nú er ég aftur að byrja og ég var náttúrulega búinn að fá ákúru hjá einum manni í þingflokknum fyrir að vera of feitur. Og sá er ekkert vaxinn eins og maraþonhlaupari,“ segir Sigmundur í gríni í samtali við Vísi. Fengið margar áskoranir um sjósund Færsla Sigmundar á Facebook um átakið hefur vakið mikla athygli. Þar fer Sigmundur á kostum, ræðir átakið á léttum nótum og segist meðal annars ætla að prófa sjósund. „Ónefndur maður í þingflokknum varaði mig við því að gera það. Hann sagði að þá myndi Kristján Loftsson líklega skutla mig,“ skrifar Sigmundur í færslunni sem þykir meiriháttar fyndin. „Nú væri gott að hafa strangari lög um hatursorðræðu.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.Vísir/Vilhelm Eins og alþjóð veit er Miðflokkurinn tveggja manna þingflokkur um þessar mundir þó flokkurinn mælist sá þriðji stærsti í skoðanakönnunum. Því kemur einungis einn til greina, Bergþór Ólason samstarfsmaður Sigmundar og annar þingmaður Miðflokksins. „Síðan kom ég með þessa hugmynd um að láta loksins verða af því að fara í sjósund. Ég hef fengið margar áskoranir frá fólki, sem er alveg háð sjósundinu,“ útskýrir Sigmundur. Tal hans og Bergþórs hafi borist að þessu átaki. „Svo segi ég honum frá þessu. Hann hugsar sig ekkert um. Segir mér bara að gera það ekki!“ segir Sigmundur á léttu nótunum. Til í að vera friðaður Færsla Sigmundar um óprúttinn húmor samstarfsfélaga síns á þingi fær ýmsa til að leggja orð í belg. Þar á meðal kollega þeirra Jakobs Frímanns Magnússonar þingmanns Flokks fólksins. Hann segir að Sigmundar yrði sárt saknað ef svo illa færi að hann yrði skutlaður. „Ég læt nú tafarlaust tæma allt loft úr loftbyssum Kristjáns Loftssonar og fel síðan Hjálpræðishernum að standa um þig dyggan võrð hér eftir, því síst megum við fylgjendur skops og skerpu á þingi við neinum atgervismissi á þessum viðsjárverðu tímum!“ Sigmundur segist ánægður með stuðninginn. „Það var gaman að sjá þennan mikla stuðning, meðal annars frá Jakobi. Ég er alveg til í að vera friðaður.“ Bergþór þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann heyrði af sjósundspælingum Sigmundar.Vísir/Vilhelm Mataræðið verði að fylgja Sigmundur segist þó hvergi banginn þrátt fyrir grínið. Hann ætli út að labba, borða meira kjöt og sleppa kolvetnum. Aðalatriðið segir Sigmundur þó að sé mataræðið. „Það er mikilvægt að hreyfa sig, það þarf að gera en maður léttist ekki öðruvísi en að taka á mataræðinu. Ég er mikill kolvetnafíkill sem er ekki til þess fallið að hjálpa,“ útskýrir Sigmundur. Hann segir aðalatriðið að borða sem minnst. Kjöt og grænmeti. Þetta sé spurning um aga og segir Sigmundur að það hafi aldrei virkað vel fyrir hann að vera með undanþágur. „Þá hefst þetta allt og getur gerst á tiltölulega skömmum tíma. Nú gilda bara ákveðnar reglur og sleppa nammidögum. Þá er fljótt hvetjandi að sjá kílóin fara. Það heldur manni gangandi. Ef maður breytir mataræðinu þá getur þetta gerst býsna hratt.“ Hræddur við nálar Sigmundur segist ekki hafa íhugað alvarlega að prófa megrunarlyf, líkt og Ozempic. „Mér skilst að maður þurfi að sprauta sig með því. Ég er hræddur við nálar.“ Hann segist þó auðvitað hafa velt því fyrir sér. Það sé líklega ekki eitthvað sem henti honum. „En þetta er örugglega mjög gott fyrir þá sem hafa verið lengi í vanda. Það er ekki mjög gaman að vera feitur, það er örugglega hollara að taka lyf.“ Sigmundur segir að þingveturinn leggist mjög vel í sig. Það verði áhugavert að sjá hvernig þingstörf fara fram. „Ríkisstjórnin fellur ekki strax, fellur ekki fyrr en landsþing VG fer fram. VG pínir Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn lætur það yfir sig ganga. Svo mun einhver flokkanna velja rétta tilefnið til að slíta þessu.“
Grín og gaman Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira