„Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 20:55 Haukur Andri leikur með ÍA fram á mitt sumar á næsta ári, á láni frá Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður ÍA, var að vonum mjög ánægður með 1-0 sigur Skagamanna gegn Fram í mikilvægum leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. „Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05