Makaði tómatsósu á útidyrahurð nágranna sinna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2024 16:36 „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð“ segir Rawad. Rawad Nouman Rawad Nouman vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar nágranni hans á Selfossi hafði uppi hótanir við hann og litla bróður hans, og makaði svo tómatsósu á hurðina að íbúð þeirra. Rawad segist ekkert hafa á móti manninum en vill vera látinn í friði. Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss. Árborg Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss.
Árborg Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira