Ein af hverjum fimm glímir við átröskun: „Grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. ágúst 2024 09:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals í Bestu deild kvenna og starfar samhliða því sem næringarfræðingur hjá Heil Heilsumiðstöð. vísir / ívar Niðurstöður rannsóknar sem alþjóðlegu leikmannasamtökin FifPro standa að leiða í ljós að ein af hverjum fimm atvinnukonum í knattspyrnu glímir við átröskun. Næringarfræðingur segir niðurstöðurnar sláandi. Verkefnastjóri Leikmannasamtakanna berst fyrir auknu fjármagni í íþróttahreyfinguna og kallar eftir íþróttasálfræðingum til starfa hjá öllum félögum. Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Sjá meira
Rannsóknin hófst árið 2019 og stendur yfir í tíu ár. Sú umfangsmesta sinnar tegundar og nú þegar hún er hálfnuð hafa fyrstu niðurstöður verið birtar. Ein af hverjum fimm, sem taka þátt í rannsókninni glímir við átröskun. „Þessar niðurstöður eru náttúrulega bara sláandi þar sem átröskun er grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega og vinna slíkt í samvinnu við fagaðila, bæði sálfræðinga og næringarfræðinga. Birtingarmyndin hjá öllum er bæði líkamleg og andleg. Það sem ég fagna kannski mest við þetta er að við erum að gera rannsóknina og þannig fá þessar niðurstöður til að geta brugðist við og við þurfum að bregðast við. Fólkið sem stendur næst þessu íþróttafólki þarf að upplýsa það og fræða til að við getum hjálpað,“ segir Elísa Viðarsdóttir, knattspyrnukona og næringarfræðingur. Dr. Vincent Gouttebarge er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og starfar í dag sem yfirlæknir Alþjóðlegu Leikmannasamtakanna.fifpro Dr. Vincent Gouttebarge fer fyrir rannsókninni og segir það gríðarlega mikilvægt að innleiða geðheilbrigðisskoðun í læknisskoðanirnar sem lið framkvæma reglulega á leikmönnum sínum. „Það er kominn íþróttasálfræðingur inn í knattspyrnusambandið, sem er hluti af því að gera þetta að afreksteymi. Allir sérfræðingar eru náttúrulega mjög mikilvægir inni í öllum samböndum og ég er búinn að hvetja mikið til þess að hafa íþróttasálfræðinga helst inni í öllum klúbbum líka því þetta skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Sif Atladóttir, verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Elísa og Sif eiga báðar fjölda landsleikja að baki.vísir / fotojet Hún segir jafnframt að íþróttasálfræðingar séu mikilvægir í öllu afreksstarfi, burt séð frá átröskun, og kallar eftir meira fjármagni í íþróttahreyfinguna. „Burt séð frá bara næringunni, álagið að spila á afreksstigi er rosalega mikil, þannig að öll sérfræðiþekking innanborðs þar sem auðvelt aðgengi er að henni skiptir ofboðslega miklu máli. Þá komum við alltaf að þessu pólitíska, við verðum að fá aðeins meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna til að veita okkar íþróttafólki bestu mögulegu eiginleikana til að ná sínu besta fram.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Sjá meira