Mamman tók verðlaunaféð af Ólympíumeistaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:01 Carlos Edriel Yulo með Ólympíugullverðlaun sín sem hann fékk fyrir sigur í æfingum á gólfi. Getty/Stephen McCarthy Er Ólympíumeistara treystandi fyrir verðlaunafénu sínu eða ætlar að móðir hans kannski að nota það til eigin nota? Deilur mæðgina eru stórt fjölmiðlamál á Filippseyjum. Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Sjá meira
Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Sjá meira