Mamman tók verðlaunaféð af Ólympíumeistaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:01 Carlos Edriel Yulo með Ólympíugullverðlaun sín sem hann fékk fyrir sigur í æfingum á gólfi. Getty/Stephen McCarthy Er Ólympíumeistara treystandi fyrir verðlaunafénu sínu eða ætlar að móðir hans kannski að nota það til eigin nota? Deilur mæðgina eru stórt fjölmiðlamál á Filippseyjum. Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn