Jokic lauk leikunum með glans þegar Serbía tryggði sér bronsverðlaunin með 93-83 sigri á Þýsklandi. Jokic skilaði þrefaldri tvennu í hús með 19 stig, tólf fráköst og ellefu stoðsendingar en þetta var aðeins fimmta þrefalda tvennan í sögu Ólympíuleikanna.

Af þeim leikmönnum sem komust upp úr undanriðlum leiddi Jokic tölfræðina þegar kemur að stigum, fráköstum og stoðsendingum, en þetta er í fyrsta sinn í sögu Ólympíuleikanna sem sami leikmaðurinn toppar alla þrjá tölfræðiflokkana.
Þrátt fyrir þessa mögnuðu frammistöðu þurfti Jokic að horfa á eftir nafnbótinni „mikilvægasti leikmaðurinn“ til LeBron James. Þeir félagar voru engu að síður báðir valdir í úrvalslið leikanna en allir fimm leikmennirnir þar eiga það sameiginlegt að leika í NBA deildinni.
ALL-STAR FIVE of #Paris2024 Men's #Basketball
— FIBA (@FIBA) August 10, 2024
🔸Dennis Schroder, Germany 🇩🇪
🔸Stephen Curry, USA 🇺🇸
🔸LeBron James, USA 🇺🇸
🔸Victor Wembanyama, France 🇫🇷
🔸Nikola Jokic, Serbia 🇷🇸 pic.twitter.com/4cxZwzISTF