Mótmæla brottvísun stórs hóps hælisleitenda Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 23:39 Stór hluti íbúa Venesúela hafa flúið landið á síðust árum. Aðsend Hópur fólks frá Venesúela er staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að mótmæla brottvísun samlanda sinna. Fjöldi hælisleitenda frá Suður-Ameríku ríkinu flýgur frá Íslandi í kvöld og er byrjað að innrita hópinn. Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi. Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi.
Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57
Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30