„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 10:31 Imane Khelif kyssir gullmedalíuna sína. getty/Aytac Unal Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. Khelif vann kínverska heimsmeistarann Yang Liu í úrslitabardaganum í gær. Allir dómararnir dæmdu Khelif sigur. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna en mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku hennar. Sem kunnugt er meinaði Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) henni að keppa á heimsmeistaramótinu í fyrra og sagði að hún hefði ekki staðist kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar mátti Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og hinni taívönsku Lin Yu-ting að taka þátt á HM harðlega. „Ég er kona eins og hver önnur. Ég fæddist sem kona, hef lifað sem kona og keppt sem kona, á því liggur enginn vafi,“ sagði Khelif eftir bardagann í gær. „Óvinir fylgja velgengni og þeir geta ekki unað mér því að ná árangri. Það gerir sigurinn líka sætari. Allt sem hefur verið sagt um mig á samfélagsmiðlum er siðlaust. Ég vil breyta skoðun fólks.“ Khelif sendi svo IBA tóninn. „Frá 2018 hef ég keppt undir merkjum IBA og þeir vita allt um mig. Ég kannast ekki við þetta IBA. Þeir hata mig og ég veit ekki af hverju. Ég sendi þeim skilaboð í dag að heiður minn er ofar öllu.“ Khelif er fyrsta alsírska konan sem vinnur Ólympíugull í hnefaleikum og fyrsti alsírski boxarinn sem afrekar það síðan Hocine Soltani á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Khelif vann kínverska heimsmeistarann Yang Liu í úrslitabardaganum í gær. Allir dómararnir dæmdu Khelif sigur. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna en mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku hennar. Sem kunnugt er meinaði Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) henni að keppa á heimsmeistaramótinu í fyrra og sagði að hún hefði ekki staðist kynjapróf. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar mátti Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og hinni taívönsku Lin Yu-ting að taka þátt á HM harðlega. „Ég er kona eins og hver önnur. Ég fæddist sem kona, hef lifað sem kona og keppt sem kona, á því liggur enginn vafi,“ sagði Khelif eftir bardagann í gær. „Óvinir fylgja velgengni og þeir geta ekki unað mér því að ná árangri. Það gerir sigurinn líka sætari. Allt sem hefur verið sagt um mig á samfélagsmiðlum er siðlaust. Ég vil breyta skoðun fólks.“ Khelif sendi svo IBA tóninn. „Frá 2018 hef ég keppt undir merkjum IBA og þeir vita allt um mig. Ég kannast ekki við þetta IBA. Þeir hata mig og ég veit ekki af hverju. Ég sendi þeim skilaboð í dag að heiður minn er ofar öllu.“ Khelif er fyrsta alsírska konan sem vinnur Ólympíugull í hnefaleikum og fyrsti alsírski boxarinn sem afrekar það síðan Hocine Soltani á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira