Þurfti að berjast við krabbamein í stríðshrjáðu landi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2024 10:31 Ferðalag Mounu einkennist af því að flýja stríðshrjáð Sýrland, lifa af brjóstakrabbamein og byggja upp nýtt líf í Evrópu. Samsett „Ég var hrædd við að deyja, vissi ekki hvort það yrði úr krabbameini eða af völdum sprengju,“ segir Mouna Nasr en hún greindist með árásargjarnt hormónabrjóstakrabbamein einungis 30 ára gömul. Hún stóð frammi fyrir þeirri áskorun að lifa af á stríðsátaka svæði og berjast við lífshættulegan sjúkdóm á sama tíma. Mouna er sýrlensk-venesúelsk en býr í dag á Íslandi. Hún er ein þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Sjúkrahúsið var margsinnist sprengt Fjölmenningararfleifð Mounu má rekja til búferlaflutninga föður hennar frá Sýrlandi til Venesúela, þar sem hann kynntist móður hennar. Mouna eyddi æsku sinni ýmist í Venesúela eða Sýrlands þar til fjölskylda hennar settist að í Sýrlandi. Þegar stríðið braust út neyddust þau hins vegar til að flytja aftur. Mouna er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hjá Rauða krossinum í Sýrlandi þar sem áhersla var lögð á næringu barna og barnshafandi kvenna. Mitt í þessari vinnu, í október 2017, þegar hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og forvarnir gegn brjóstakrabbameini, uppgötvaði hún hnút í eigin brjósti. Síðar kom í ljós að um var að ræða 0,5 cm æxli sem krafðist tafar[1]lausrar skurðaðgerðar, lyfja- og geislameðferðar. Á sama tíma bjó Mouna við stöðugar sprengjuárásir í Damaskus og hótanir um árásir. „Stundum var öruggara að ferðast með rútu á spítalann, þrátt fyrir að vera hræðilega veik af lyfjameðferð, til að forðast mannrán og önnur stríðsvandamál, sem og vegna skorts á bensíni fyrir bílinn minn,“ segir Mouna jafnframt og bætir við að aðstæðurnar í heimalandi hennar hafi hindrað hana í að fá áreiðanlega meðferð. Ofan á allt saman hafði eiginmaður hennar, sem er læknismenntaður, þurft að flýja til Venesúela til að forðast það að vera kallaður í herinn. Seinna sótti hann um hæli á Íslandi. Mouna stóð því ein eftir með unga dóttur sína. „Damaskus var mjög óörugg og sjúkrahúsið hafði margsinnis verið sprengt. Ég þurfti að borga fyrir innfluttu lyfjameðferðina mína og stól þar sem ég gat setið og fengið meðferðina mína. Ef ég hefði ekki átt peninga hefði ég ekki fengið meðferð.“ Mouna vonast til að geta átt gott og öruggt líf á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og dóttur.Kraftur stuðningsfélag Nýtt líf á Íslandi Í kjölfarið tók Mouna þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa Sýrland. Mæðgurnar fluttu til Hollands í leit að öruggara lífi. Þar kom hún í kynni stuðningssamtök fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtökin veittu henni nauðsynlegan tilfinningalegan stuðning og hjálpuðu henni að vafra um flókið kerfi þar sem hún þurfti áframhaldandi krabbameinsmeðferð og að fara í aðra aðgerð í Hollandi. Árið 2022 voru Mouna og eiginmaður hennar loks sameinuð á ný – á Íslandi. „Við erum saman og það skiptir mestu máli,“ segir Mouna en hér á landi hefur hún gengist frekari krabbameinsmeðferðir og er á biðlista eftir þriðju aðgerðinni sinni. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa gefið sér von á ný. Hún hefur einnig nýtt sér starfsemi Krafts og ber félaginu vel söguna. Í dag starfar Mouna í apóteki Landspítalans en bæði hún og eiginmaður hennar sem er kvensjúkdómalæknir, standa frammi fyrir áskorunum vegna bakgrunns utan EES. Þau hafa hvorugt fengið viðurkenningu á menntun sinni og reynslu en halda í vonina. „Ég vil lifa venjulegu og öruggu lífi hér á Íslandi.“ Krabbamein Heilbrigðismál Hælisleitendur Sýrland Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Mouna er sýrlensk-venesúelsk en býr í dag á Íslandi. Hún er ein þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Sjúkrahúsið var margsinnist sprengt Fjölmenningararfleifð Mounu má rekja til búferlaflutninga föður hennar frá Sýrlandi til Venesúela, þar sem hann kynntist móður hennar. Mouna eyddi æsku sinni ýmist í Venesúela eða Sýrlands þar til fjölskylda hennar settist að í Sýrlandi. Þegar stríðið braust út neyddust þau hins vegar til að flytja aftur. Mouna er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hjá Rauða krossinum í Sýrlandi þar sem áhersla var lögð á næringu barna og barnshafandi kvenna. Mitt í þessari vinnu, í október 2017, þegar hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og forvarnir gegn brjóstakrabbameini, uppgötvaði hún hnút í eigin brjósti. Síðar kom í ljós að um var að ræða 0,5 cm æxli sem krafðist tafar[1]lausrar skurðaðgerðar, lyfja- og geislameðferðar. Á sama tíma bjó Mouna við stöðugar sprengjuárásir í Damaskus og hótanir um árásir. „Stundum var öruggara að ferðast með rútu á spítalann, þrátt fyrir að vera hræðilega veik af lyfjameðferð, til að forðast mannrán og önnur stríðsvandamál, sem og vegna skorts á bensíni fyrir bílinn minn,“ segir Mouna jafnframt og bætir við að aðstæðurnar í heimalandi hennar hafi hindrað hana í að fá áreiðanlega meðferð. Ofan á allt saman hafði eiginmaður hennar, sem er læknismenntaður, þurft að flýja til Venesúela til að forðast það að vera kallaður í herinn. Seinna sótti hann um hæli á Íslandi. Mouna stóð því ein eftir með unga dóttur sína. „Damaskus var mjög óörugg og sjúkrahúsið hafði margsinnis verið sprengt. Ég þurfti að borga fyrir innfluttu lyfjameðferðina mína og stól þar sem ég gat setið og fengið meðferðina mína. Ef ég hefði ekki átt peninga hefði ég ekki fengið meðferð.“ Mouna vonast til að geta átt gott og öruggt líf á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og dóttur.Kraftur stuðningsfélag Nýtt líf á Íslandi Í kjölfarið tók Mouna þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa Sýrland. Mæðgurnar fluttu til Hollands í leit að öruggara lífi. Þar kom hún í kynni stuðningssamtök fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtökin veittu henni nauðsynlegan tilfinningalegan stuðning og hjálpuðu henni að vafra um flókið kerfi þar sem hún þurfti áframhaldandi krabbameinsmeðferð og að fara í aðra aðgerð í Hollandi. Árið 2022 voru Mouna og eiginmaður hennar loks sameinuð á ný – á Íslandi. „Við erum saman og það skiptir mestu máli,“ segir Mouna en hér á landi hefur hún gengist frekari krabbameinsmeðferðir og er á biðlista eftir þriðju aðgerðinni sinni. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa gefið sér von á ný. Hún hefur einnig nýtt sér starfsemi Krafts og ber félaginu vel söguna. Í dag starfar Mouna í apóteki Landspítalans en bæði hún og eiginmaður hennar sem er kvensjúkdómalæknir, standa frammi fyrir áskorunum vegna bakgrunns utan EES. Þau hafa hvorugt fengið viðurkenningu á menntun sinni og reynslu en halda í vonina. „Ég vil lifa venjulegu og öruggu lífi hér á Íslandi.“
Krabbamein Heilbrigðismál Hælisleitendur Sýrland Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira