„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 09:00 Albert Brynjar Ingason hélt mikla ræðu um stöðu mála hjá Fylki. stöð 2 sport Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti