„Við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2024 20:44 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, neyðist til að fara erfiðu leiðina því lið hans hefur ekki enn unnið heimaleik í Evrópukeppni í sumar. vísir / pawel „Þetta er búið að vera sagan okkar í heimaleikjum í Evrópukeppnum, búnir að sjá mikið af boltanum en það er refsað fyrir hver einustu mistök og okkur var refsað illilega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 1-1 jafntefli Víkings gegn Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó