Erum við að gleyma okkur? Yousef Ingi Tamimi skrifar 8. ágúst 2024 10:30 En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun