Hundurinn sem hjálpaði Biles og Bandaríkjunum að vinna gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 11:00 Simone Biles og Beacon. Einn helsti aðstoðarmaður Simones Biles og bandarísku fimleikakvennanna á Ólympíuleikunum er ferfætlingur; hundurinn Beacon. Bandaríkin unnu liðakeppnina á Ólympíuleikunum í París og Biles vann gull í fjölþraut og á stökki. Uppskera bandaríska liðsins var því ansi góð og mun betri en í Tókýó fyrir þremur árum. Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum er nærvera fjögurra ára Golden Retriever hundsins Beacons. Hann hefur verið bandaríska liðinu til halds og trausts síðasta árið. Beacon hjálpar Biles og stöllum hennar að róa taugarnar og líða eins vel og mögulegt er fyrir og eftir keppni. Beacon var með á úrtökumóti Bandaríkjanna og fór svo með til Parísar. Beacon varð frægur eftir að Sunisa Lee, sem er í bandaríska liðinu, birti nokkrar myndir af hvuttanum frá úrtökumótinu. Frægðarsól hans hefur svo skinið enn skærar síðan Ólympíuleikarnir hófust. View this post on Instagram A post shared by Sunisa Lee (@sunisalee) Eigandi Beacons er fimleikaþjálfarinn fyrrverandi, Tracey Callahan Molnar. Þær búa saman í Pasadena í Kaliforníu. Auk þess að aðstoða fimleikafólk fer Molnar með Beacon í reglulegar heimsóknir á spítala í Pasadena. Beacon er með sína eigin Instagram-síðu en þar má fylgjast með ævintýrum þessa lífsglaða ferfætlings. View this post on Instagram A post shared by beacon miller & tulsa luna (@goldendogbeacon) The Guardian fjallaði ítarlega um Beacon í gær en umfjöllunina má lesa með því að smella hér. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Hundar Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Bandaríkin unnu liðakeppnina á Ólympíuleikunum í París og Biles vann gull í fjölþraut og á stökki. Uppskera bandaríska liðsins var því ansi góð og mun betri en í Tókýó fyrir þremur árum. Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum er nærvera fjögurra ára Golden Retriever hundsins Beacons. Hann hefur verið bandaríska liðinu til halds og trausts síðasta árið. Beacon hjálpar Biles og stöllum hennar að róa taugarnar og líða eins vel og mögulegt er fyrir og eftir keppni. Beacon var með á úrtökumóti Bandaríkjanna og fór svo með til Parísar. Beacon varð frægur eftir að Sunisa Lee, sem er í bandaríska liðinu, birti nokkrar myndir af hvuttanum frá úrtökumótinu. Frægðarsól hans hefur svo skinið enn skærar síðan Ólympíuleikarnir hófust. View this post on Instagram A post shared by Sunisa Lee (@sunisalee) Eigandi Beacons er fimleikaþjálfarinn fyrrverandi, Tracey Callahan Molnar. Þær búa saman í Pasadena í Kaliforníu. Auk þess að aðstoða fimleikafólk fer Molnar með Beacon í reglulegar heimsóknir á spítala í Pasadena. Beacon er með sína eigin Instagram-síðu en þar má fylgjast með ævintýrum þessa lífsglaða ferfætlings. View this post on Instagram A post shared by beacon miller & tulsa luna (@goldendogbeacon) The Guardian fjallaði ítarlega um Beacon í gær en umfjöllunina má lesa með því að smella hér.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Hundar Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira