Sigurvegarinn úr einvígi Víkings og Flora Tallin í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir annað hvort Santa Coloma frá Andorra og RFS frá Lettlandi í umspili um sæti í riðlakeppninni.
Santa Coloma og RFS mætast í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigurvegarinn fer í umspil en tapliðið í umspil í Sambandsdeildinni og mætir þar annað hvort Víkingi eða Flora Tallin.
Víkingur tekur á móti Flora Tallin í fyrri leik liðanna á fimmtudaginn. Liðin mætast svo í Eistlandi fimmtudaginn 15. ágúst.
Víkingur sló Egnatia frá Albaníu úr leik í síðustu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingar unnu seinni leikinn ytra, 0-2, eftir að hafa tapað 1-0 í Víkinni.