Körfubolti

Draymond Green gagn­rýnir eigin þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Draymond Green sýndi Steve Kerr enga miskunn í hlaðvarpi sínu.
Draymond Green sýndi Steve Kerr enga miskunn í hlaðvarpi sínu. getty/Harry How

Steve Kerr, þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í körfubolta sem nú stendur í ströngu á Ólympíuleikunum í París, fékk gagnrýni úr óvæntri átt; frá leikmanni sínum í Golden State Warriors.

Mikla athygli vakti þegar Jayson Tatum, leikmaður NBA-meistara Boston Celtics, spilaði ekki sekúndu í sigri Bandaríkjanna á Serbíu í fyrsta leik þeirra á Ólympíuleikunum.

Meðal þeirra sem furðuðu sig á þeirri ákvörðun Kerrs var Draymond Green, sem hefur leikið undir hans stjórn hjá Golden State síðan 2014.

„Það var rangt að nota Tatum ekki. Við vitum það allir að það var rangt. Hann hefði átt að spila en gerði það ekki. Það sem ég er ekki hrifinn af er að það sé verið að senda skilaboð með þessu. Núna spilar Joel [Embiid] ekki. Og í dag er það Jrue [Holiday]. Utan frá lítur þetta út eins og þeir hafi gert mistök sem þjálfarateymi,“ sagði Green í hlaðvarpi sínu.

Green segir einfaldlega að Kerr eigi að finna samsetningu á leikmönnum og halda sig við hana.

Green varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó fyrir þremur árum.

Bandaríkin mæta Brasilíu í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum á morgun.


Tengdar fréttir

Hneykslast á banda­ríska körfu­bolta­lands­liðinu

Bandarísku körfuboltalandsliðið eru greinilega of góð með sig til að gista í Ólympíuþorpinu í París eins og aðrir íþróttamenn á leikunum. Í stað þess eru leikmenn liðsins á lúxushóteli í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×