Djokovic náði loksins Ólympíugullinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 15:09 Novak Djokovic fagnar hér langþráðum gullverðlaunum á Ólympíuleikum. Nú hefur hann unnið 24 risatitla og Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. Getty/Christina Pahnke Serbinn Novak Djokovic er Ólympíumeistari í tennis karla eftir sigur á Spánverjanum unga Carlos Alcaraz í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París í dag. Djokovic vann leikinn í tveimur settum, 7-6 (7-3) og 7-6 (7-2) en þau voru hnífjöfn og unnust bæði eftir upphækkun. Leikurinn endaði kannski 2-0 en hann var frábær skemmtun frá upphafi til enda þar sem þessir frábæru tennisspilarar sýndi stórbrotin tilþrif. Vantaði bara Ólympíugullið Djokovic hafði unnið allt á sínum frábæra tennisferli nema Ólympíugullið en þetta eru hans fjórðu Ólympíuleikar. Tuttugu ára bið eftir gullinu og nú kom það loksins. Alcaraz hafði unnið báða úrslitaleikina á móti Djokovic þar á meðal á Opna franska meistaramótinu fyrir stuttu. Nú mætti hann hins vegar Djokovic sem var að spila einn sinn besta tennisleik í mörg ár. Þetta var eflaust síðasta tækifæri Djokovic til að vinna Ólympíugullið en hann varð í dag sá elsti til að vinna Ólympíugullverðlaun í tennis. „Gaf sál mína, líkama og allt“ Djokovic er án nokkurs vafa besti tennisleikari sögunnar og hann gulltryggði sér eiginlega þann titil með því að klára gullið í dag. „Ég er í sjokki. Ég gaf sál mína, líkama, fjölskyldu og allt til að vinna Ólympíugullið. Að vera orðinn 37 ára gamall og ná þessu loksins,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í dag. Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Djokovic vann leikinn í tveimur settum, 7-6 (7-3) og 7-6 (7-2) en þau voru hnífjöfn og unnust bæði eftir upphækkun. Leikurinn endaði kannski 2-0 en hann var frábær skemmtun frá upphafi til enda þar sem þessir frábæru tennisspilarar sýndi stórbrotin tilþrif. Vantaði bara Ólympíugullið Djokovic hafði unnið allt á sínum frábæra tennisferli nema Ólympíugullið en þetta eru hans fjórðu Ólympíuleikar. Tuttugu ára bið eftir gullinu og nú kom það loksins. Alcaraz hafði unnið báða úrslitaleikina á móti Djokovic þar á meðal á Opna franska meistaramótinu fyrir stuttu. Nú mætti hann hins vegar Djokovic sem var að spila einn sinn besta tennisleik í mörg ár. Þetta var eflaust síðasta tækifæri Djokovic til að vinna Ólympíugullið en hann varð í dag sá elsti til að vinna Ólympíugullverðlaun í tennis. „Gaf sál mína, líkama og allt“ Djokovic er án nokkurs vafa besti tennisleikari sögunnar og hann gulltryggði sér eiginlega þann titil með því að klára gullið í dag. „Ég er í sjokki. Ég gaf sál mína, líkama, fjölskyldu og allt til að vinna Ólympíugullið. Að vera orðinn 37 ára gamall og ná þessu loksins,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í dag.
Tennis Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira