Hnefaleikakonurnar fórnarlömb í valdabrölti manns sem líkir forseta IOC við djöfulinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 12:31 Imane Khelif fór grátandi í burtu eftir sigurinn á Anna Luca Hamori. Það er erfitt að ímynda sér hvað hún hefur gengið í gegnum síðustu daga en nú er ljóst að hún fær verðlaun á þessum Ólympíuleikum. Getty/Mehmet Murat Onel Hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga en því miður ekki vegna árangursins inn í hringum heldur vegna ástæðulausra áskanna um að tveir keppendur í kvennakeppninni séu karlmenn í dulargervi. Hnefaleikakonurnar eru Imane Khelif frá Alsír og Lin Yu-ting frá Taívan. Þær hafa keppt um árabil sem konur, ólust upp sem konur og eru konur í vegabréfi sínu. Þær standast allar þær kröfur sem Alþjóðaólympíusambandið setur. Umar Kremlev er forseti Alþjóðahnefaleikasambandsins.Getty/Maksim Konstantinov Samt máttu þær þola ásakanir um svindl og um að vera í raun karlmenn að berja konur og svo mikla athygli vakti þetta mál að meira að segja Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, er farinn að tala um þetta mál í kosningabaráttu sinni. Ráku þær báðar úr keppni á HM Fyrir þá sem þekkja ekki nógu vel til í hnefaleikaheiminum þá er óvissan komin til vegna þess að það var Alþjóðahnefaleikasambandið sem rak þær Khelif og Yu-ting úr keppni á heimsmeistaramótinu í fyrra. Þær stóðust þá ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. AP fréttsofan fjallar um málið og má sjá athyglisverða grein hér. The banned governing body that’s fueling a massive controversy over Algerian boxer Imane Khelif has Russian ties and a troubled history. https://t.co/Xbt5y27j6R— The Associated Press (@AP) August 3, 2024 Það var þó ekki fyrr en Khelif vann rússnesku hnefaleikakonuna Azalia Amineva á umræddu HM sem stjórnarmenn Alþjóðahnefaleikasambandsins risu upp og vísuðu henni úr keppni. Rússinn Umar Kremlev ræður ríkjum hjá Alþjóðahnefaleikasambandinu og aðalstyrktaraðili þess er rússneski eldsneytissalinn Gazprom. Sambandinu er stjórnað frá Rússlandi. Í stríði við Alþjóðaólympíunefndina Umræddur Kremlev er líka í stríði við Alþjóðaólympíunefndina eftir að Alþjóðahnefaleikasambandið hans missti öll völd sín í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna. Fram að því hafði IBA komist upp með alls konar skandala og óstjórn en árið 2019 sagði Alþjóðaólympíunefndin hingað og ekki lengra. Aðalástæðan voru sterk tengsl Alþjóðahnefaleikasambandsins við rússnesku mafíuna og skipulagða glæpastarfsemi en Kremlev hafði komist til valda tveimur árum fyrr. Í framhaldinu hefur aðildarþjóðum sambandsins fækkað mikið og næstum öll hnefaleiksamböndin í hinum vestræna heimi hafa sagt skilið við IBA. Síðan þá hefur Alþjóðahnefaleikasambandið heldur ekki fengið að koma að keppninni á Ólympíuleikunum og það er augljóst að öllu að árásir Kremlev eru hluti valdabaráttu hans. Fórnarlömb í valdabrölti einræðisherra Því miður eru hnefaleikakonurnar tvær í fórnarlömb í valdabrölti einræðisherra IBA og þetta er í raun einhliða barátta því Alþjóðaólympíunefndin vill ekkert með hann hafa. Hnefaleikasambönd Alsír og Taívan, sambönd hnefaleikakvennanna tveggja, sem hafa mátt þola þessar árásir, eru þó enn meðlimir í IBA sem flækir málið. Kremlev ætlar líka að borga verðlaunahöfum á leikunum og þjálfurum þeirra meira en 3,1 milljón dollara í verðlaunafé. Það gerir hann þótt að IBA komi ekki að skipulagningu keppninnar og margir af sigurvegurunum keppi fyrir sambönd sem eru ekki lengur í Alþjóðahnefaleikasambandinu. Ætlar að senda forseta IOC bleyjur Kremlev hefur notað öll tækifæri til að drulla yfir Alþjóðaólympíusambandið og þá sérstaklega hefur hann úthúðað Thomasi Bach, forseta IOC. Thomas Bach, framkvæmdastjóri alþjóða Ólympíunefndarinnar.Getty Á samfélagsmiðlum hafa komið inn hvert myndbandið á fætur öðru þar sem Kremlev talar ensku og segir Bach til syndanna. Kremlev segir Bach vera vondan mann og líkir honum við djöfulinn. Hann heimtar að Bach segir af sér og segist ætla að senda forseta IOC bleyjur svo hann skíti ekki í brækurnar. Það eru líka miklar líkur á því að þetta verði síðasta hnefaleikakeppnin á Ólympíuleikunum því Alþjóðaólympíunefndin hefur hótað því að taka hnefaleikana af keppnisdagskrá leikanna í Los Angeles 2028 taki hnefaleikaheimurinn ekki til í sínum stjórnarháttum. Með Kremlev og félaga við völd eru engar líkur á slíku. Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þátttaka Khelif ekkert vandamál hjá rússneskum forseta fyrr en hún vann Rússa Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif hefur mátt þola harða gagnrýni úr mörgum áttum og það að vera rekin af miðju heimsmeistaramóti vegna ásakana um að hún væri karl að keppa í kvennaflokki. 3. ágúst 2024 14:45 Forseti IOC um boxmálið: Tökum ekki þátt í þessu pólitíska stríði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur nú tjáð sig um mál alsírsku og taívönsku hnefaleikakvennanna sem báðum var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem þær stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins. 3. ágúst 2024 14:00 Sú ítalska fær borgað eins og ef hún hefði unnið gullið Alþjóðahnefaleikasambandið finnur mikið til með ítölsku hnefaleikakonunni Angelu Carini og ætlar því að verðlauna hana með því að borga henni sömu upphæð og verðandi Ólympíumeistari mun fá. 3. ágúst 2024 11:01 Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Hnefaleikakonurnar eru Imane Khelif frá Alsír og Lin Yu-ting frá Taívan. Þær hafa keppt um árabil sem konur, ólust upp sem konur og eru konur í vegabréfi sínu. Þær standast allar þær kröfur sem Alþjóðaólympíusambandið setur. Umar Kremlev er forseti Alþjóðahnefaleikasambandsins.Getty/Maksim Konstantinov Samt máttu þær þola ásakanir um svindl og um að vera í raun karlmenn að berja konur og svo mikla athygli vakti þetta mál að meira að segja Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, er farinn að tala um þetta mál í kosningabaráttu sinni. Ráku þær báðar úr keppni á HM Fyrir þá sem þekkja ekki nógu vel til í hnefaleikaheiminum þá er óvissan komin til vegna þess að það var Alþjóðahnefaleikasambandið sem rak þær Khelif og Yu-ting úr keppni á heimsmeistaramótinu í fyrra. Þær stóðust þá ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. AP fréttsofan fjallar um málið og má sjá athyglisverða grein hér. The banned governing body that’s fueling a massive controversy over Algerian boxer Imane Khelif has Russian ties and a troubled history. https://t.co/Xbt5y27j6R— The Associated Press (@AP) August 3, 2024 Það var þó ekki fyrr en Khelif vann rússnesku hnefaleikakonuna Azalia Amineva á umræddu HM sem stjórnarmenn Alþjóðahnefaleikasambandsins risu upp og vísuðu henni úr keppni. Rússinn Umar Kremlev ræður ríkjum hjá Alþjóðahnefaleikasambandinu og aðalstyrktaraðili þess er rússneski eldsneytissalinn Gazprom. Sambandinu er stjórnað frá Rússlandi. Í stríði við Alþjóðaólympíunefndina Umræddur Kremlev er líka í stríði við Alþjóðaólympíunefndina eftir að Alþjóðahnefaleikasambandið hans missti öll völd sín í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna. Fram að því hafði IBA komist upp með alls konar skandala og óstjórn en árið 2019 sagði Alþjóðaólympíunefndin hingað og ekki lengra. Aðalástæðan voru sterk tengsl Alþjóðahnefaleikasambandsins við rússnesku mafíuna og skipulagða glæpastarfsemi en Kremlev hafði komist til valda tveimur árum fyrr. Í framhaldinu hefur aðildarþjóðum sambandsins fækkað mikið og næstum öll hnefaleiksamböndin í hinum vestræna heimi hafa sagt skilið við IBA. Síðan þá hefur Alþjóðahnefaleikasambandið heldur ekki fengið að koma að keppninni á Ólympíuleikunum og það er augljóst að öllu að árásir Kremlev eru hluti valdabaráttu hans. Fórnarlömb í valdabrölti einræðisherra Því miður eru hnefaleikakonurnar tvær í fórnarlömb í valdabrölti einræðisherra IBA og þetta er í raun einhliða barátta því Alþjóðaólympíunefndin vill ekkert með hann hafa. Hnefaleikasambönd Alsír og Taívan, sambönd hnefaleikakvennanna tveggja, sem hafa mátt þola þessar árásir, eru þó enn meðlimir í IBA sem flækir málið. Kremlev ætlar líka að borga verðlaunahöfum á leikunum og þjálfurum þeirra meira en 3,1 milljón dollara í verðlaunafé. Það gerir hann þótt að IBA komi ekki að skipulagningu keppninnar og margir af sigurvegurunum keppi fyrir sambönd sem eru ekki lengur í Alþjóðahnefaleikasambandinu. Ætlar að senda forseta IOC bleyjur Kremlev hefur notað öll tækifæri til að drulla yfir Alþjóðaólympíusambandið og þá sérstaklega hefur hann úthúðað Thomasi Bach, forseta IOC. Thomas Bach, framkvæmdastjóri alþjóða Ólympíunefndarinnar.Getty Á samfélagsmiðlum hafa komið inn hvert myndbandið á fætur öðru þar sem Kremlev talar ensku og segir Bach til syndanna. Kremlev segir Bach vera vondan mann og líkir honum við djöfulinn. Hann heimtar að Bach segir af sér og segist ætla að senda forseta IOC bleyjur svo hann skíti ekki í brækurnar. Það eru líka miklar líkur á því að þetta verði síðasta hnefaleikakeppnin á Ólympíuleikunum því Alþjóðaólympíunefndin hefur hótað því að taka hnefaleikana af keppnisdagskrá leikanna í Los Angeles 2028 taki hnefaleikaheimurinn ekki til í sínum stjórnarháttum. Með Kremlev og félaga við völd eru engar líkur á slíku.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þátttaka Khelif ekkert vandamál hjá rússneskum forseta fyrr en hún vann Rússa Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif hefur mátt þola harða gagnrýni úr mörgum áttum og það að vera rekin af miðju heimsmeistaramóti vegna ásakana um að hún væri karl að keppa í kvennaflokki. 3. ágúst 2024 14:45 Forseti IOC um boxmálið: Tökum ekki þátt í þessu pólitíska stríði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur nú tjáð sig um mál alsírsku og taívönsku hnefaleikakvennanna sem báðum var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem þær stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins. 3. ágúst 2024 14:00 Sú ítalska fær borgað eins og ef hún hefði unnið gullið Alþjóðahnefaleikasambandið finnur mikið til með ítölsku hnefaleikakonunni Angelu Carini og ætlar því að verðlauna hana með því að borga henni sömu upphæð og verðandi Ólympíumeistari mun fá. 3. ágúst 2024 11:01 Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Þátttaka Khelif ekkert vandamál hjá rússneskum forseta fyrr en hún vann Rússa Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif hefur mátt þola harða gagnrýni úr mörgum áttum og það að vera rekin af miðju heimsmeistaramóti vegna ásakana um að hún væri karl að keppa í kvennaflokki. 3. ágúst 2024 14:45
Forseti IOC um boxmálið: Tökum ekki þátt í þessu pólitíska stríði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hefur nú tjáð sig um mál alsírsku og taívönsku hnefaleikakvennanna sem báðum var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem þær stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins. 3. ágúst 2024 14:00
Sú ítalska fær borgað eins og ef hún hefði unnið gullið Alþjóðahnefaleikasambandið finnur mikið til með ítölsku hnefaleikakonunni Angelu Carini og ætlar því að verðlauna hana með því að borga henni sömu upphæð og verðandi Ólympíumeistari mun fá. 3. ágúst 2024 11:01
Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30
Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07