Íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 09:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa bæði lokið keppni en þau voru fánaberar Íslands á setningarhátíðinni. @isiiceland Keppandi á Ólympíuleikunum í París fór yfir af hverju íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️ Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira