Rappari borgaði sjálfur undir heilt Ólympíulið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 11:31 Rapparinn Flavor Flav var mættur í fullum herklæðum til Parísar. Getty/Mike Lawrie Ameríski rapparinn Flavor Flav hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt í tengslum við Ólympíuleikanna í París. Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Sjá meira
Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Sjá meira