Samkvæmt henni fer að hvessa seinnipartinn á morgun, sunnudag, einkum syðst á landinu með austan og norðaustan hvassviðri eða stormi. Um sé að ræða svæði frá Öræfum og vestur undir Eyjafjöll.
„Talsverð eða mikil rigning fylgir lægðinni á Suðausturlandi og Austfjörðum og má búast við miklu vatnsveðri annað kvöld og allan mánudaginn (frídag verslunarmanna). Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er fyrir ferðafólk að fylgjast vel með veðurspám og -viðvörunum,“ segir í tilkynningunni.
Það lægi sunnan- og austanlands á mánudag, en að sama skapi gengur í norðaustan hvassviðri norðvestantil, sem getur reynst varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.