Heimsmeistararnir sluppu með skrekkinn í uppbótatíma og unnu í vító Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 18:14 Salma Paralluelo fagnar eftir sigur spænska liðsins í vítakeppninni en hún lagði upp bæði mörkin og skoraði síðan vítakeppninni. Getty/Claudio Villa Heimsmeistarar Spánar í fótbolta voru nálægt því að spila ekki um verðlaun á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa komist í mikil vandræði á móti Kólumbíu í átta liða úrslitunum í dag. Spænska liðið náði að skora tvívegis í lokin og tryggja sér framlengingu. Liðið vann síðan 4-2 í vítakeppninni. Spánn mætir Brasilíu í undanúrslitum keppninnar. Kólumbía komst í 2-0 í leiknum. Mayra Ramirez, framherji Chelsea, skoraði fyrra markið á 12. mínútu og Leicy Santos, leikmaður Atletico Madrid á 53. mínútu. Santos lagði upp fyrsta markið. Kólumbíska liðið var yfir í 85 mínútur en það dugði ekki til. Jenifer Hermoso minnkaði muninn á 79. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður fjórtán mínútum áður. Spænsku heimsmeisturunum tókst síðan að jafna metin á sjöundu mínútu í uppbótatíma þegar miðvörðurinn Irene Paredes skoraði eftir stoðsendingu frá Sölmu Paralluelo sem lagði einnig upp fyrsta mark Spánverja í leiknum. Ekkert var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítakeppni. Spænski markvörðurinn Maria Rodriguez varði fyrsta víti Kólumbíumanna frá Catalinu Usme og Liana Salazar hitti síðan ekki markið í þriðju spyrnu Kólumbíu. Spænsku konurnar nýttu allar sínar fjórar vítaspyrnur en Mariona Caldentey, Eva Navarro, Salma Paralluelo og Aitana Bonmatí skoruðu úr sínum vítum. Bonmatí, besta knattspyrnukona heims, tryggði Spánverjum sigurinn með því að skora úr fjórðu spyrnunni. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Spænska liðið náði að skora tvívegis í lokin og tryggja sér framlengingu. Liðið vann síðan 4-2 í vítakeppninni. Spánn mætir Brasilíu í undanúrslitum keppninnar. Kólumbía komst í 2-0 í leiknum. Mayra Ramirez, framherji Chelsea, skoraði fyrra markið á 12. mínútu og Leicy Santos, leikmaður Atletico Madrid á 53. mínútu. Santos lagði upp fyrsta markið. Kólumbíska liðið var yfir í 85 mínútur en það dugði ekki til. Jenifer Hermoso minnkaði muninn á 79. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður fjórtán mínútum áður. Spænsku heimsmeisturunum tókst síðan að jafna metin á sjöundu mínútu í uppbótatíma þegar miðvörðurinn Irene Paredes skoraði eftir stoðsendingu frá Sölmu Paralluelo sem lagði einnig upp fyrsta mark Spánverja í leiknum. Ekkert var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítakeppni. Spænski markvörðurinn Maria Rodriguez varði fyrsta víti Kólumbíumanna frá Catalinu Usme og Liana Salazar hitti síðan ekki markið í þriðju spyrnu Kólumbíu. Spænsku konurnar nýttu allar sínar fjórar vítaspyrnur en Mariona Caldentey, Eva Navarro, Salma Paralluelo og Aitana Bonmatí skoruðu úr sínum vítum. Bonmatí, besta knattspyrnukona heims, tryggði Spánverjum sigurinn með því að skora úr fjórðu spyrnunni.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira