Bandaríkin vann þá 1-0 sigur í framlengdum leik á móti Japan í átta liða úrslitum keppninnar.
Rodman skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma fyrri hluta framlengingarinnar eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Crystal Dunn.
Þetta var þriðja mark Rodman á Ólympíuleikunum í ár en hún skoraði einnig í sigri á Sambíu og í sigri á Ástralíu.
Bandaríska landsliðið er búið að vinna fyrstu fjóra leiki sína á leikunum en þetta er fyrsta mót liðsins undir stjórn Emmu Hayes.
Bandaríkin mætir sigurvegaranum úr leik Spánar og Kólumbíu í undanúrslitunum.
