Sú ítalska fær borgað eins og ef hún hefði unnið gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 11:01 Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, grét sáran eftir bardagann em hún lét stöðva eftir 46 sekúndur. Getty/Fabio Bozzani Alþjóðahnefaleikasambandið finnur mikið til með ítölsku hnefaleikakonunni Angelu Carini og ætlar því að verðlauna hana með því að borga henni sömu upphæð og verðandi Ólympíumeistari mun fá. Þátttaka Carini á þessum Ólympíuleikum í París var afar stutt eins og hefur komið vel fram. Carini bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur. Eftir að hafa fengið tvö högg frá Khelif bað Carini um að bardaginn yrði stöðvaður. Carini lagði síðan niður á hnén og grét sáran. Þátttaka Khelifs á Ólympíuleikunum er ekki óumdeild því henni var meinuð þátttaka á heimsmeistaramótinu í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. IBA kemur hins vegar ekki lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum þar sem Khelif má keppa. Alþjóðaólympíunefndin hefur gagnrýnt útilokun Khelifs frá HM harðlega og segir að samkvæmt öllum mælikvörðum þeirra sé hún kona. Umar Kremler, forseti IBA, hefur nú komið fram í öllu fjölmiðlafárinu í kringum þetta mál. Alþjóðahnefaleikasambandið borgar verðandi Ólympíumeistara fimmtíu þúsund dollara eða sjö milljónir íslenskra króna. Kremler segir að sú ítalska munu einnig fá þessa upphæð greidda. Reuters segir frá. „Það var sárt að sjá hana gráta. Þetta skiptir mig máli. Ég get lofað öllum því að við viljum passa upp á okkar hnefaleikafólk,“ sagði Umar Kremler. Það er ekki nóg með að hún fái þessi fimmtíu þúsund dollara því þjálfari hennar fær 25 þúsund Bandaríkjadala, 3,5 milljónir í íslenskum krónum, og ítalska sambandið mun líka sömu upphæð. „Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að drepa kvennahnefaleika. Aðeins löglegir keppendur eiga að fá að keppa í hringnum og þá bara öryggisins vegna,“ sagði Kremler. Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Þátttaka Carini á þessum Ólympíuleikum í París var afar stutt eins og hefur komið vel fram. Carini bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur. Eftir að hafa fengið tvö högg frá Khelif bað Carini um að bardaginn yrði stöðvaður. Carini lagði síðan niður á hnén og grét sáran. Þátttaka Khelifs á Ólympíuleikunum er ekki óumdeild því henni var meinuð þátttaka á heimsmeistaramótinu í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur HM. IBA kemur hins vegar ekki lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum þar sem Khelif má keppa. Alþjóðaólympíunefndin hefur gagnrýnt útilokun Khelifs frá HM harðlega og segir að samkvæmt öllum mælikvörðum þeirra sé hún kona. Umar Kremler, forseti IBA, hefur nú komið fram í öllu fjölmiðlafárinu í kringum þetta mál. Alþjóðahnefaleikasambandið borgar verðandi Ólympíumeistara fimmtíu þúsund dollara eða sjö milljónir íslenskra króna. Kremler segir að sú ítalska munu einnig fá þessa upphæð greidda. Reuters segir frá. „Það var sárt að sjá hana gráta. Þetta skiptir mig máli. Ég get lofað öllum því að við viljum passa upp á okkar hnefaleikafólk,“ sagði Umar Kremler. Það er ekki nóg með að hún fái þessi fimmtíu þúsund dollara því þjálfari hennar fær 25 þúsund Bandaríkjadala, 3,5 milljónir í íslenskum krónum, og ítalska sambandið mun líka sömu upphæð. „Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að drepa kvennahnefaleika. Aðeins löglegir keppendur eiga að fá að keppa í hringnum og þá bara öryggisins vegna,“ sagði Kremler.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30 Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00 Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07 Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Carini vill biðja Khelif afsökunar Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu. 2. ágúst 2024 23:30
Næsti andstæðingur Khelifs ætlar að berjast allt til enda: „Ég vil bara vinna“ Óhætt er að segja að hin alsírska Imane Khelif hafi verið mikið milli tannanna á fólki eftir hnefaleikabardaga hennar á Ólympíuleikunum í París í gær. 2. ágúst 2024 07:00
Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. 1. ágúst 2024 22:07
Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1. ágúst 2024 14:59