Næsti andstæðingur Khelifs segir ekki sanngjarnt að hún keppi í kvennaflokki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 Anna Luca Hamori er ekki sátt við að þurfa að berjast við Imane Khelif. getty/Richard Pelham Anna Luca Hámori, næsti andstæðingur Imanes Khelif í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París, segir ekki sanngjarnt að hún fái að keppa í kvennaflokki. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna til þessa. Andstæðingur hennar í síðustu umferð, Angela Carini, bað um að bardagi þeirra yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur þar sem hún sagðist hreinlega óttast um heilsu sína. Carini sagðist aldrei hafa fengið jafn þung högg og frá Khelif. Þátttaka Khelifs í kvennaflokki þykir umdeild eftir að hún fékk ekki að keppa á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. Alþjóðaólympíusambandið (IOC) hefur þó gagnrýnt útilokun Khelifs og Lin Yu-ting frá Taívan frá HM harðlega og segir ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) tilviljanakennda og hún samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Eftir bardagann stutta gegn Carini er Khelif komin í átta manna úrslit þar sem hún mætir Hámori. Eftir að ljóst var að Hámori og Khelif myndu mætast tjáði hin fyrrnefnda sig aðeins við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaganum gegn Khelif yrði hætt. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Í færslu sem Hámori birti á samfélagsmiðlum í gær var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá þeirri ungversku. „Að mínu mati er ekki sanngjarnt að þessi keppandi taki þátt í kvennaflokki,“ skrifaði Hámori. „En ég get ekki velt mér upp úr því núna. Ég get ekki breytt þessu. Svona er lífið. Ég get samt lofað ykkur einu; að ég geri mitt besta til að vinna og mun berjast allt til loka.“ Hámori hefur þegar sigrað Grainne Walsh og Marissu Williamson á Ólympíuleikunum. Bardagi þeirra Khelifs fer fram í dag og búast er við því að hann hefjist um klukkan hálf fjögur. Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna til þessa. Andstæðingur hennar í síðustu umferð, Angela Carini, bað um að bardagi þeirra yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur þar sem hún sagðist hreinlega óttast um heilsu sína. Carini sagðist aldrei hafa fengið jafn þung högg og frá Khelif. Þátttaka Khelifs í kvennaflokki þykir umdeild eftir að hún fékk ekki að keppa á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. Alþjóðaólympíusambandið (IOC) hefur þó gagnrýnt útilokun Khelifs og Lin Yu-ting frá Taívan frá HM harðlega og segir ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) tilviljanakennda og hún samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Eftir bardagann stutta gegn Carini er Khelif komin í átta manna úrslit þar sem hún mætir Hámori. Eftir að ljóst var að Hámori og Khelif myndu mætast tjáði hin fyrrnefnda sig aðeins við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaganum gegn Khelif yrði hætt. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Í færslu sem Hámori birti á samfélagsmiðlum í gær var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá þeirri ungversku. „Að mínu mati er ekki sanngjarnt að þessi keppandi taki þátt í kvennaflokki,“ skrifaði Hámori. „En ég get ekki velt mér upp úr því núna. Ég get ekki breytt þessu. Svona er lífið. Ég get samt lofað ykkur einu; að ég geri mitt besta til að vinna og mun berjast allt til loka.“ Hámori hefur þegar sigrað Grainne Walsh og Marissu Williamson á Ólympíuleikunum. Bardagi þeirra Khelifs fer fram í dag og búast er við því að hann hefjist um klukkan hálf fjögur.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15
Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46