Mikið hefur verið rætt og ritað um sigur Imanes Khelif frá Alsír á hinni ítölsku Angelu Carini í veltivigt í gær. Sú síðarnefnda lét stöðva bardagann eftir aðeins 46 sekúndur en hún sagðist aldrei hafa verið slegin jafn fast.
Khelif var meinuð þátttaka á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. Sömu sögu var að segja af Lin. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) skipuleggur HM en kemur ekki lengur að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum. Og þar fá Khelif og Lin að keppa.
Lin mætti Sitora Turdibekova frá Úsbekistan í 57 kg flokki í dag og sigraði. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en dómararnir voru sammála um að Lin hefði unnið viðureignina.
Turdibekova yfirgaf keppnishöllina með tárin í augunum og talaði ekki við fjölmiðla eftir bardagann. Raunar svaraði Lin heldur ekki spurningum fjölmiðla.
Lin er komin áfram í næstu umferð og mætir þar Lin Svetlönu Stanevu frá Búlgaríu.
Hin 28 ára Lin hefur unnið tvenn gullverðlaun á HM á ferlinum. Hún er með 24 bardaga á ferilskránni; hefur unnið nítján þeirra og tapað fimm.